Kannski ég slái aðeins af

Posted: 15 January, 2012 in Æfingarnar

Já, þegar æfingin segir 28 á MP þá getur verið freistandi að ákveða að slá soldið af svona síðust 3 og skokka sig niður.  Þetta er akkúrat það sem ég ætlaði að gera á laugardaginn var á æfingu.  Orðinn eitthvað aumur og svona soldið þreyttur í stækjunni í Laugum.  Miðviku og fimmtudagur höfðu verið soldið erfiðir og mig langaði svo að stytta þetta aðeins, teygja soldið og fá mér að borða.

Djöfulls aumingjaskapur alltaf á manni.  Ég er ekki að fara að taka þátt í 42,2 km af hvíld og pylsuáti.  Neibb maraþon er málið og það stendur til að gera það vel.  Þá þarf að æfa vel því það er alveg öruggt að ég grísa ekkert á góðan tíma heldur þarf að hafa fyrir honum.  Ég geri mig ekki kláran í það með því að hvíla mig þegar ég á að vera að æfa.

Lét gabba mig til að taka þátt í einhverju atriði á opnun RIG sem er á föstudagskvöldið.  Flott mál að sýna eitthvað til þríþrautar.  Verð með Gylfa og vonandi einhverri dömu.  Æfing í dag í Kennaraskólanaum.   Damn hvað það var mikið af flottu fólki þar.  Fimleikafólk, dansarar, júdó, frjálsar, sund og búnki af öðru.  Hjólin vöktu eðlilega athygli sem var bara gaman.

Nú er taper tímabilið hafið hjá mér.  Ekkert bull heldur slakað á og Þorlákur tekinn á orðinu.  Nú í tíma afslöppunar er rétt að stunda Yoga, styrkja sig soldið á norðurendanum og tína til afsakanir til að eiga tilbúnar ef allt klikkar nú.  Miðað við hvernig gekk í gær held ég að þær þurfi ekki en samt betra að vera viss.  Það er bara hluti af þjálfuninni.

Gott í dag og ég alveg til fyrirmyndar

Pressan

Posted: 9 January, 2012 in Æfingarnar

Var að hugsa áðan.  Er búinn að vera í þessu maraþon rugli mínu núna í 7 vikur.  Líkamlegt ástand verið allavega, öxlin og tilbehör verið misleiðinlegt, fengið allavega bólgur og djöfulgang en samt haldið áfram alveg ótrúlega hress með þetta allt.  Sama með Mallorca.  Brenndi í götuna og meiddi mig frá Florida en eina skiptið sem það truflaði mig verulega var þegar ég var að horfa á æfingafélagana og vini vera að koma í mark.  Það er málið.  Mér var eiginlega bara slétt sama.

Þrýstingurinn á Járnið hefur ekki verið neinn hingað til.  Ég svona hef vonast til að bæta mig nokkuð en það er samt til soldið mikils ætlast finnst mér.  Ég hef ekki æft íþróttir í mörg ár, byrjaði seint og ómarkvistt og hef farið í fjölda aðgerða sem hefðu átt að draga úr mér allan kjark en ég verandi reynslulaus fannst þetta bara fylgja og var hinn ánægðasti með þetta.  Næstum því.

En aftur að byrjun.  Núna er farið að styttast verulega í Miami og ég er farinn að finna fyrir pressu.  Ég hef verið ófeiminn við að segjast ætla undir 3 tíma jafnvel þó svo að ég eigi ekki tíma í maraþoni nálægt því.  Ég veit aftur á móti hvað maraþon er langt hlaup og ég veit hvað 4:10 er hratt.  Það að blanda þessu saman stendur því aðeins í mér.  Núna hugsa ég að gott hefði verið að hafa aðeins lengri tíma en ákvörðunin var mín og það er eins gott að gera sitt besta.

Laugardagurinn verður svona nokkurs konar afstemming á hausinn því þá eru það 28 km á maraþon álagi.  Ég veit það verður gaman en vonandi ekki of erfitt.  Ef þetta gengur þarf ég bara að koma mér í eitthvað hjólastand og treysta á að sundið verði mér ekki of erfitt og þá mögulega er komin pressa fyrir Florida í nóvember.  Roth er engin pressa, þangað er ég eingöngu að fara til að skemmta mér.  Líklegt já.  Það er nú eitthvað sem segir mér að æfingar verði nokkuð stífar strax í febrúar og maður verði kominn í urrandi gír þegar til kemur.

Annars bara fínn

Það eru rúmlega fjórar vikur í Miami og mér finnst bara eins og það sé á morgun.  Damn, alltaf skal þessi efi læðast að manni og alltaf er maður jafn óviðbúinn.  Er að fá allavega eymsli eins og gengur þegar maður æfir af einhverju kappi og læt þetta allt trufla mig óskaplega.  Í gær, á þessari líka fínu æfingu, fæ ég nokkuð ákveðinn “krampa” eða eitthvað aftan í hnésbótina/lærið.  Þetta er eitthvað sem ég hef vitað af annað slagið en ekki látið trufla mig.  Í gær var það helvíti vont og í kvöld gat ég ekki hlaupið.  Fokk!!

Fokk!! hvað?  Ég hef nægan tíma til að jafna mig.  Æfing fyrir maraþonhlaup tekur tíma og það að missa úr eina og eina æfingu skiptir held ég engu máli svo lengi sem maður er ekki að skrópa.  Þetta veit ég allt en samt er ég alveg ómögulegur yfir þessu.  Ég teygði vel á þessu í kvöld og var allur annar á eftir þannig að þetta verður allt alveg Úber fínt.  Það er enda deginum ljósara að ég get ómögulega staðið í því að hendast maraþon á Sub3 á annari löppinni.  Neibb ekki ég.

Skrúfaði trainerinn fína saman um daginn, eða vikum, og var bara nokkuð sáttur við Minoura kallinn.  Dúndraði Ítalanum á, slökkti ljósið og lokaði dyrunum.  Ekki hjólaði í eina mínútu.  Aumingjaskapurinn algjör.  Hef bara verið drullu þreyttur eftir þessar hlaupaæfingar og ekki fundist á þær bætandi.  Ég veit ekki alveg með þetta allt.  Mér finnst ég ekki hafa verið svona þreyttur þegar við v0rum að æfa sem mest fyrir Ironman.  Þá vorum við alltaf á púls og ég held að það hafi farið betur í mig.  Það verður gaman að byrja aftur í þeim hasar.

 

Áfram tuðað enda í langhlaupi

Posted: 12 December, 2011 in Æfingarnar

Hef verið alveg þokkalega skynsamur í æfingunum.  Mæti hjá Vadím og finnst það frábært.  Hlakka til æfinganna og líður vel með mig í sundinu.  Öxlin vill vera með í gleðinni og lætur vita temmilega af sér.  Vonandi versnar það ekki.

Elli bauð mér að koma til sín í mjólkursýrupróf sem ég að sjálfsögðu þáði.  Gaman að því hvað þetta var eitthvað pro og hann alltaf flottur í svona dæmi.  Kom alveg ljómandi út úr því en hefði mátt vera aðeins hvíldari.  Það verður þá bara enn skemmtilegra í næsta testi.

Náði mér í einhverja smá kvefpest sem truflaði mig aðeins enda leiðinlegt að hlaupa með öndunarfærin full af drullu.  Sleppti einum degi en svo var einhver ókyrrð i mér með að vera ekki að æfa þannig að ég lét mig hafa það.  Langa æfingin síðasta laugardag var ekkert nema ömurleg og svo til að bæta í þá reyndi ég að bæta mér það upp í gær með því að taka tempo.  Hvusslags rugl er þetta eiginlega?  Ég er með þetta fína plan og við fyrsta skrik þá fer ég og hegða mér eins og fífl.

Æfingin í kvöld var hins vegar ekkert rugl.  20×400 metrar á einhverju sem Þorlákur kalla 5km pace og maraþon pace-i.  Engin pása á milli og þegar 4:10 er orðin slökun þá er nú eitthvað að gerast.  Hún söng dirrindí maður minn.  Hef hlakkað til þessarar æfingar frá því ég sá hana á planinu og hún var sko hverrar krónu virði.  Erfitt en hrikalega gaman.  Í restina vissi ég ekki hvort ég var svona þreyttur, svangur eða bara kominn í aðra vídd.  Sennilega hefur stíllinn ekki verið mikið á að sjá en hei það er mitt mál.  Næst verð ég dásamlegur á að horfa.

Næsta gleðihlaup verður svo 34 km þar sem ég byrja á 10% afslætti í 19 km en fer svo á MP síðustu 15 km.  Alvöru test það.  Þegar ég verð búinn að merkja við það er ég pottþéttur á að klára mig af þessu Sub3 stuði mínu.  Halló ný markmið kannski?  Tja framundan eru tveir Járnkarlar, annar í Roth og hinn Florida.  Challenge í Roth en IM í Florida.  Enginn Laugavegur í ár hjá mér, ónei.  2013 verður svo undirlagt af Kona undirbúningi er það ekki?  Sjáum til en það er allavega planið.

Fékk svona ljómandi prógram frá Þorláki þjálfara.  Einföld regla, stick to it!  Hann segir mér það sem ég veit að það er gaman að hlaupa hratt, ég veit líka að hvíld skiptir jafn miklu máli og æfingin sjálf.  Ég fer bara ekki nógu oft eftir því.  Maður þarf að geta tekið næstu æfingu eins og til er ætlast og þá er vissara að klára sig ekki á æfingunni á undan.  Þetta veit ég en fer bara ekki alltaf eftir því.  Þessi vika hefur verið ansi stíf.  Langar “greddu” æfingar hafa tekið í og svo mjólkusýrumæling hjá Ella Níelsar í gær.  Djöfulls puð og svo hámarkstest í restina.  Gæða hjartaáfall þar.  Þetta olli því að fyrsta langa æfingin mín varð nokkuð erfið.  30 km á 20% afslætti frá MP ætti ekki að vera erfitt en gærdagurinn sat í mér.  Kláraði samt vel og hélt meðal Pace 12,5.

Ég kom rosa vel út úr prófinu, gaman en ég held að ég hafi ekki verið neitt undrandi á því.  Hef lagt vel inn og gert margt vel að mér finnst.  Hef smá áhyggjur af skrokknum en vona að ég geti látið nudda þetta úr mér og æfingarnar frá Valla sjái svo um framhaldið.  Hef tröllatrú á honum enda hefur það sýnt sig að hann veit hvað hann er að tala um.

Er mikið að spá hvort ég ætli að gera mér einhverja ferð úr þessu Miami brölti mínu.  Finnst þetta allt frekar dýrt og er helst á því að fara bara í fimm daga.  Dagana fyrir hlaup verð ég bara á íslenskum tíma, slaka svo smá á eftir hlaupið og svo bara heim.  Súper plan held ég.

Djöfull er ferlegt að taka svona pásu, pásu frá æfingum og pásu frá keppni sem unnið hefur verið að í heilt ár.  Í svekkelsinu dreif ég mig í og skráði mig í Miami maraþon sem haldið verður í lok janúar.  So far so good.

Markmið:  Sub 3, á ekki að vera neitt meiriháttar mál, held ég.  Það sem verra er er að margir aðrir halda það líka.  Þá er bara að renna sér í spandexið og reima á sig hlaupaskóna og byrja að æfa!  Nú heimurinn er að sjálfsögðu sigraður á fyrstu vikunni.  Ekkert gert í langan tíma og allt í botn.  Krass-búmm, leggurinn stífnar og þá meiði ég mig í ökklanum og jarí jarí.

Sjúkraþjálfun, nálar, rafmagn, Hot Yoga og Yoga fyrir hlaupara.  Sennilega hef ég þó grætt jafn mikið á hvíldinni sem ég fékk við þetta en ég var rólegur í næstum viku.  Fór PowerAde á fjórða degi og leið hreint ekki vel, reyndar bara ömurlega þegar á leið.  Hljóp á efri mörkum æfingapúls og gekk alveg la la að halda því.  Verst var þó að fá fullt af fólki fram úr sér en ég hélt mig við planið.  Þegar kílómetri var eftir ákvað ég að teygja mig í skálina og gaf vel í.  Hljóp alveg ljómandi vel og endaði á 46 mín.

Verð að passa álagið þar sem ég hef ekki verið að æfa það mikið hraða en einbeitt mér að stöðugu hlaupi á lágum púls.  Núna þegar vel er bætt í finn ég fyrir ökklum og að sjálfsögðu vöðvum í fótum enda svo sem að standa mig ágætlega í lóðaríinu með og það telur að sjálfsögðu.

Hinar ýmsustu axlaræfingar eru að skila sér sæmilega.  Upphýfingar og svoleiðis líka.  Sundið frekar viðkvæmt og þarf ég lítið til að meiða mig nokkuð vel.  Er ekki viss um að það sé byltunni um að kenna, þessi eymsli eru of kunnugleg til þess er ég hræddur um.  Það kemur í ljós.  Læknir og sjúkraþjálfarar segja að ég komist ekki hjá því að láta laga viðbeinið.  Eins og fílingurinn er á mér núna veit ég ekki hvað ég geri eða geri ekki ef ég þarf að fara í enn eina aðgerðina.

Er að virka í hlaupum og sjálfsagt þokkalega á hjólinu en ef sundið heimtar aðgerð held ég að sundið verði bara að fá að eiga sig.

Sundtak

Posted: 3 November, 2011 in Æfingarnar, Hið daglega amstur, NIðritími

Jamm fimm vikur frá óhappinu og ég synti í fyrsta sinn í dag (kvöld).  Gekk merkilega vel þrátt fyrir að ég hafi verið, tja næstum nervus við þetta.  Veit ekki hvort ég hélt að Vadím væri bara allur gleymdur og ég væri bara á upphafsreit en svo var sem betur fer ekki.  200 metrar til að byrja með, ég í smá rugli með mig og tók aðeins of mikið á.  Fann fyrir mér og dreif mig bara í gufu.  Það var þó eftir að ég hafði synt á eftir einhverri dömu og var sífellt í löppunum á henni.  Hún var ekki níræð!

Var lengi í gufu og slakaði vel á og fór svo 100 í bót.  Eins og fokkíng engill.  Leið um vatnið, silent but deadly.  Gerði meira áðan.  Bekkurinn og þá ekki sá hjá sála.  Ó nei!  Tóm stöng en alveg frá þröngu og út að mörkum.  Grilljón sinnum og í framhaldinu setti ég lauflétt á.  Gerði slatta í bót og var svona glimrandi með þetta.  Handlóð á bibba, mjög létt og nennti ég ekki að standa í því.  Fór á prestinn og tók bibba þar.  Fínt þangað til ég gekk frá stönginni, það var ekki gott.  Þessir árans brestir í dótinu eru svo leiðinlegir eitthvað.

Hef verið að mæta á æfingar hjá ÍR hlaup.  Var alveg búinn að gleyma því hvað er ferlega gaman á svona hlaupaæfingum.  Ekki skemmir að ég er með öftustu mönnum og er því í baráttu allan tímann.  Er ekki í nokkrum vafa að ég á eftir að ná miklum framförum á stuttum tíma ef ég verð ekki dauður úr hjartaáfalli eða einhverjum ámóta ósköpum.

Innanhúss sprettæfing, freistandi að hafa þetta í einu orði, í fyrsta sinn í gær.  Vááá Bé.Oo.Bé.Aa. Bomba!  Þvílíkt stuð.  Gaf vel af mér og er bara með harðsperrur í dag.  Talsverð breyting frá púlsæfingunum :-).  Ég er ennþá nokkuð jákvæður fyrir Miami þó að mér finnist ég vera þungur á mér þessa dagana.  Tók 9 á bretti í vikunni á Pace 4:07 og fannst það bara erfitt.  Reyndar var að ég því seint um kvöld en samt.

Legg ekki ennþá í að fara út að hjóla.  Meðan ég get ekki gert armbeygjur sé ég ekki að ég hafi nokkuð í eitthvað skemmtilegt fjallahjól að gera og ekki fer ég á Sneiðinni.  Veit ekkert hvað ég vill en ég get ómögulega verið í þessu rugli.  Mér finnst eitthvað vanta í daginn að vera svona fjári óæfður og fara óþreyttur að sofa.  Ég sef reyndar lítið vegna verkja en það stendur allt til bóta.

Keypti mér flug til Egilsstaða í dag.  Ætla að rölta til rjúpna um miðjan nóvember og verður verulega gaman að prófa formið í fjöllunum fyrir austan.  Þyrfti að taka nokkrar leirdúfur áður þar sem ég hef ekki skotið núna í tvö ár og þar áður var mjög löng bið.

 

Það er hundfúlt að æfa svona lítið, eiginlega alveg drepleiðinlegt.  Florida undirbúningurinn hélt manni rækilega við efnið og Allen prógrammið og Vignir gáfu engin grið.  Núna er Allen og hans hópur bara í einhverju tapering rúnki meðan ég er að reyna að koma mér í gang aftur.  Það vantar eitthvað til að koma mér í gang.  Miami er skammt undan en samt er ég alveg pollrólegur.  Er aðeins búinn að hlaupa þessa vikuna en ekki gert það af neinu viti.  Hef verið á brettinu með púlsinn alveg í rassgati.  Hefur samt gengið vel að halda hraða og í gær í Laugum náði ég að halda mjög góðu Tempói og bæta hressilega í síðari helminginn.

Valdi bróðir er kominn á fullt í Mú tæ kick box og var að senda mér linka á æfingabúðir, já það gekk svo vel hjá mér í þeim síðustu, og ég fór allur á flug.  Væri ekki bara alveg frábært að fara í mánuð til Tælands og læra Mui Thai?  Bara gaman hrísgrjón í öll mál nema þegar það eru rækjur.

 

 

Er að vinna í þessu

Posted: 19 October, 2011 in NIðritími

Beinbrot er ekki hressandi.  Tognanir eru hins vegar alveg til þess fallnar að taka mann úr öllu stuði.  Þegar þetta leggst svo saman er maður kominn með talsverð leiðindi.  Nú eru 3 vikur plús nokkrir dagar síðan ég slasaði mig og er alveg að ná mér í gang.  Hljóp tæpa 18 í gær á bretti.  Það gekk svo sem ágætlega en þegar á leið var norðurendinn allur orðinn stífur og púlsinn farinn að nálgast hæstu hæðir.  Reyndar er nú merkilegt að enginn hafi hrokkið upp af í þrektækjasalnum í World Class Mosó.  Pínulítill með tveimur smá opnanlegum fögum.  Ljómandi dyr reyndar líka en þær eru oftast lokaðar.

Nú ég fór svo aftur í dag og hjólaði á konu þrekhjóli.  Af mörgum leiðinlegum apparötum sem eru í boði þá er svona þrekhjól sennilega það versta.  Ojjj.  20 mínútur af 100 cadensum á þungu level og allt á floti í kringum mig.  Fór svo niðrí sal og tók soldið á löppunum.  Merkilegur fjandi hvað maður getur tekið lítið af æfingum þegar maður er að reyna að hlífa herðum og öllu þar í kring.  Fann líka aðeins fyrir því að vera að byrja eftir þessa pásu að krampar voru aðeins að láta á sér kræla.  Brenndi í trapísur og gerði lögbundnar Rótor æfingar fyrir axlir og herðar plús æfingar sem Eygló sagði mér að gera.  Ætlaði svo að teygja aðeins á mér með því að hanga og þar sem ég má ekki hanga á vinstri ætlaði ég bara að hanga á hægri.  Það er ekkert sniðugt til að teygja á sér.  Dúllaði mér við nokkrar magaæfingar og teygjur og fór sæmilega sáttur út.

Ég geri í því að nota vinstri (brotnu megin) hendina í sem flest sem ég geri.  Ef það er vont reyni ég bara aftur og svo aftur þangað til það gengur.  Hef ég náð að bæta hreyfinguna rosalega og er farinn að geta tekið á í margar áttir.  Ég held að ég hljóti að fara að geta sett mig í samband við Vadím og farið að koma mér í gang.  Stefni á að fá mér Cybex trainer hjá Hjólameistaranum innan skamms og þá verður ítalinn látinn finna fyrir því.  Sneiðin verður eitthvað spöruð í vetur.

Fínn fundur hjá félagi Maraþonhlaupara í kvöld.  Pétur formaður kom fundinum yfir á Aðalritarann sem finnst hreint ekki leiðinlegt að tala og það sem betra er að það er alveg ljómandi að hlusta á hann þannig að þetta var vel gert.  Allt á floti í peningum og félagið í góðum málum.  Kári Steinn kom og brosti sig í gegnum skemmtilegt spjall um Berlín og svo hlaup almennt.  Verulega flottur náungi og gaman að heyra hvernig hann hvatti sig áfram í gegnum hlaupið og eins að láta það bara gossa að hann ætlaði að ná OL markmiðinu en ekki bara þetta venjulega jarm um að gera sitt besta.

Hið ágæta tryggingafélag VÍS ætlar að bæta mér ferðina til Florida, hótel og keppnisgjöld í Ironman og er ég hrikalega ánægður með það.  Var alveg sannfærður um að það yrði eitthvað djöfulls múður og ég yrði brjálaður og segði þeim að éta úr nefinu á sér en svo var nú aldeilis ekki.  Hitti fyrir tvær prýðiskonur sem eftir smá spjall sáu mína hlið mála og það að hún væri sú eina rétta.  Þá var ég orðinn nokkuð sáttur og þær örugglega líka.

Djöfulls bull!  Ég er hundsvekktur að þurfa að slaufa Florida, skárra væri það nú.  Æfingarnar á ég þó ennþá og er ekki lagstur í neinn aumingjaskap.  Er búinn að vera í að lágmarka peningatap á þessu öllu en það er nú slatti samt sem ég næ ekki til baka.  Skítt með það.

Hef verið að velta næstu skemmtunum fyrir mér og fyrir utan auðvitað að koma sér í einhvern almennilegan gang aftur er númer eitt að halda áfram hjá meistara Vadím og ná sæmilegum tökum á sundinu.  Það verður að fá nokkurn forgang hjá mér, bæði finnst mér gaman að synda og langar að gera það vel og eins er ómögulegt að tapa helling af mínútum á ekki stærri hluta af keppninni.  Annars sýnist mér 2012 verða líflegt hvað keppnir varðar.  Er nokkuð klár á að fara til Miami í maraþon núna í janúar, Laugavegurinn er á dagskrá, hálfur járnkarl snemma sumars er líklegur, Reykjavíkurmaraþon og svo væntanlega Járnkarl í nóvember.

Ætla að notast við æfingaprógrammið frá Mark Allen til að undirbúa mig undir Miami.  Minnka hjólið eitthvað þar sem það verður að mestu á trainer en annars er það bara allt á fulla ferð um leið og kryppan segir ok.  Full ferð verður auðvitað miðuð við þægilegan púls enda hefur það gefist mér afskaplega dásamlega.  Við vorum með þrjár hlaupaæfingar í viku sennilega um 5 tíma eða minna og gaf það svona ljómandi af sér.

Fór á bretti í kvöld í annað sinn frá byltu.  Fyrra skiptið var í 10 mín með leyfi Eyglóar og í kvöld fór ég 25 mín.  10 mín á pace 5, 10 mín á pace 4 og svo mjög rólegt í 5 mín.  Teygði alveg gommu og gerði æfingar á axlir og bak.  Drulluvont og fann ég rækilega fyrir því hvað mataræðið hefur verið lélegt undanfarnar vikur.  Merkilegt hvað maður getur verið vitlaus, einmitt þegar ég þarf að hugsa sem best um mig klikka ég á þessu.

Er  alveg hættur á verkjalyfjum og bólgueyðandi, lyf eru ekki My thang og fékk ég bara blússandi hausverk af þessu dóti.  Átti eitthvað af voðalega fínum verkjalyfjum sem við nánari skoðun féllu á tíma 2006.  Fékk bara í magann af þeim.  Glatað alveg, skil ekki hvernig ég gat verið fullur í tíma og ótíma þegar ég þoli ekki einu sinni verkjalyf.