Áramót og stutt í fyrstu áskorunina

Posted: 3 January, 2012 in Æfingarnar

Það eru rúmlega fjórar vikur í Miami og mér finnst bara eins og það sé á morgun.  Damn, alltaf skal þessi efi læðast að manni og alltaf er maður jafn óviðbúinn.  Er að fá allavega eymsli eins og gengur þegar maður æfir af einhverju kappi og læt þetta allt trufla mig óskaplega.  Í gær, á þessari líka fínu æfingu, fæ ég nokkuð ákveðinn “krampa” eða eitthvað aftan í hnésbótina/lærið.  Þetta er eitthvað sem ég hef vitað af annað slagið en ekki látið trufla mig.  Í gær var það helvíti vont og í kvöld gat ég ekki hlaupið.  Fokk!!

Fokk!! hvað?  Ég hef nægan tíma til að jafna mig.  Æfing fyrir maraþonhlaup tekur tíma og það að missa úr eina og eina æfingu skiptir held ég engu máli svo lengi sem maður er ekki að skrópa.  Þetta veit ég allt en samt er ég alveg ómögulegur yfir þessu.  Ég teygði vel á þessu í kvöld og var allur annar á eftir þannig að þetta verður allt alveg Úber fínt.  Það er enda deginum ljósara að ég get ómögulega staðið í því að hendast maraþon á Sub3 á annari löppinni.  Neibb ekki ég.

Skrúfaði trainerinn fína saman um daginn, eða vikum, og var bara nokkuð sáttur við Minoura kallinn.  Dúndraði Ítalanum á, slökkti ljósið og lokaði dyrunum.  Ekki hjólaði í eina mínútu.  Aumingjaskapurinn algjör.  Hef bara verið drullu þreyttur eftir þessar hlaupaæfingar og ekki fundist á þær bætandi.  Ég veit ekki alveg með þetta allt.  Mér finnst ég ekki hafa verið svona þreyttur þegar við v0rum að æfa sem mest fyrir Ironman.  Þá vorum við alltaf á púls og ég held að það hafi farið betur í mig.  Það verður gaman að byrja aftur í þeim hasar.

 

Leave a comment