Ein vika frá falli

Posted: 2 October, 2011 in Tuðað og vælt

Frábær svona einkahúmor með fallið.  Bubbi fallinn manstu?  Kall tuskan að fá sér smók í Range-anum og Eiríkur Jónsson með það á fórsíðu Séð og Heyrt.  Ég er hvorki byrjaður að reykja né drekka að nýju heldur er þetta talning í nýju meiðslunum.

Alveg er þetta nú óþolandi að fyrir hverja keppni sem ég ætla að reyna að gera af einhverju viti skuli ég þurfa að fara í einhverskonar djöfulls aðgerð eða meiða mig á einhvern hátt.  Komm on, kviðslit, hnéspeyglun, beinbrot eða bara eitthvað.  Nefndu það og ég rétti upp hendi eða þannig líður mér allavega.

Verkirnir sem fylgja brotnu herðablaði eru talsverðir.  Sjálfsagt má skrifa eitthvað af þeim á hnjaskið sem ég varð fyrir á svæðinu í kringum sjálfan mig þegar ég flaug í götuna en þó er norð-austur hlutinn einna verstur.  Tek netta spasma af, því er mér finnst, minnsta tilefni með hljóð effektum og öllu.  Ég vil nú samt trúa því að ég sé í þokkalegu lagi þegar mestu verkirnir verða farnir og beinið aðeins farið að límast saman.  Hef verið að prófa að lyfta hendinni og er það í nokkuð góðu lagi ef ég er á verkjalyfjum.  Það segir mér að dótið virki, verkirnir fara svo með tímanum.

Hef ekkert æft núna í viku og verið frá vinnu í jafn langan tíma.  Hringdi áðan og boðaði forföll á morgun og hinn og líður eins og ég sé með slæma samvisku.  Ljóta heimskan alltaf í manni.

 

Comments
  1. Vignir's avatar Vignir says:

    Við þurfum að ná einni keppni þar sem við erum 100% í lagi allt undirbúningstímabilið

  2. Hávar's avatar Hávar says:

    Mjög leitt að heyra af þessu óhappi. Algjörlega grábölvað fyrir þig að lenda í þessu. En þú tekur þessu af sannri karlmennsku enda járnkarl.
    batakveðjur
    Hávar

Leave a reply to Vignir Cancel reply