Erfið ákvörðun

Posted: 29 September, 2011 in Æfingarnar, Hið daglega amstur, Keppnir, Tuðað og vælt

Sei sei og já já.  Vinstra herðablaðið brotið.  Röntgen læknir segir að höggið sem þarf til að brjóta herðablað sé svo mikið að yfirleitt brotni eitthvað með.  Fyrir utan tognanir og eymsli er ég heill að öðru leiti s.s. sinar og dót í góðum gír.  Spurning hvernig öxlin kemur út úr þessu.

Axlarlæknirinn Örnólfur segir mér að slaufa Florida en bannar mér ekki að fara!  Segir að sundið verði mér erfitt (eins og ég hafi ekki vitað það ha ha) vegna verkja.  Ég ætla að sjá til með hvað ég geri og ekki taka neina ákvörðun strax.

Nú fyrir utan þetta “frávik” á æfingaáætluninni var Mallorcaferðin ótrúlega frábær.  Hjóluðum, hlupum og syntum eins og englar innan um alla fallegu englendingana.  Síðasta daginn minn úti reyndi ég að taka sundlaugina á þetta enda frekar ógangfær en gafst fljótlega upp og fór á röltið.

Eitthvað smotterí tók ég af myndum sem ég smelli á myndasíðuna.

Comments
  1. Corinna's avatar Corinna says:

    Uff maður! Vona að geiðheilsan helst ferskt. Það er heavy. Skal biðja um kraftaverk fyrir þig, einhver hlýtur að hlusta.
    Corinna

  2. Sissi's avatar Sissi says:

    Leitt að heyra með blaðið!! Þú reynir bara að vera spakur fram að keppni og massar þetta svo, ert nú vanur verkjum á þessum slóðum 😉

  3. Magnús R's avatar Magnús R says:

    Við erum nokkrir tilbúnir að taka Team Hoyt á þig í sundinu ef við fáum svo að drafta í hjólinu 🙂

  4. Corinna's avatar Corinna says:

    Magnus það er bannað að drafta í IM þo að Einar myndi leyfa ykkur það 😉 Ég fákk áminningu :O
    En frábærir félagar eruð þið nú. Maggi ertu búinn að jafna þér?
    Kv. Corinna

  5. Magnús R's avatar Magnús R says:

    Er næstum skriðinn saman. Öxlin aðeins að pirra mig en þar sem allt er relatívt í þessu lífi þá er ég nú eins og nýr við hliðina á Einari.

Leave a reply to Corinna Cancel reply