Gæðakjöt

Posted: 12 August, 2011 in Æfingarnar

Jebb, allur að braggast.  Var byrjaður að líkjast helv.. maraþonhlaupara en tók mig aldeilis á.  Hætti að borða nammi og drekka kók fyrir einhverjum vikum síðan og Bingo allt að lagast.  Hef þyngst aðeins en það sem betra er að ég er kraftmeiri finnst mér.  Núna fæ ég mér ávexti eða bara brauð ef mig langar í eitthvað, passa að recovery drykkurinn klikki ekki og fæ mér Creatine annan hvern dag.

Fór og tók á því áðan og var það mjög ánægjulegt.  Þyngdir eru upp plús endurtekningar og axlir ekki svo slæmar.  Prófaði að leggjast á bekk og taka 30 kg fasta stöng og skrattaðist með hana nokkrum sinnum.  Til að byrja með voru þvílík læti í öxlinni en þá hélt ég bara aðeins áfram og eftir smá stund hætti það næstum.  Þá þyngdi ég og fór svo á hallandi bekk (haus niður).  Þar var ég hinn hressasti og með þröngu gripi draslaði ég fínum þyngdum nokkuð oft upp.

Kannski þarf bara að taka aðeins á þessu og mýkja það upp.  Ég skil ekki afhverju viðbeinið ætti að detta svona ferlega illa inn eftir axlaraðgerð.

Fór í sjóinn í gær.  Gallasund var málið.  Mikið í sjónum og smá alda.  Var mátulega upprifinn yfir þessu öllu eftir skelfilegt sund í síðustu viku.  Lét mig samt hafa það.  Gekk svona og svona en um leið og ég fór að finna fyrir öxlinni fór sundið að skána hjá mér.  Velti mér betur til að ná að teygja mig betur og við það léttist mikið á takinu.  Ég göslaðist bara áfram og fannst eins gaman og það verður í gallanum .

Á morgun er það ein löng hjólaæfing sem endar í svona fínum Brick.  Karen ætlar að hjóla með og svo er hressandi hlaup á sunnudaginn.  Þetta er nú aldeilis ástæða til að taka eitt gott fagn.  Þannig er það nú.

Comments
  1. Sissi's avatar Sissi says:

    Mér finnst magnað að lesa alltaf um þessar bekkpressu æfingar þínar, þetta er eins og að lemja hausnum við vegg þú endar alltaf með verki 😉 En endilega “kíp up þe gúd vörk”, þetta eykur bara líkurnar á að ég endi einhverntíman ofar en þú 🙂

    • jarnkarl's avatar jarnkarl says:

      Ha ha mér finnst þetta allt bara svo fjári gaman. Nota bekkinn svona sem mælikvarða á hversu slæmur ég er. Þetta fer hvort eð er allt á versta veg eins og þú veist 😉

Leave a comment