Pásan að vera búin

Posted: 13 March, 2011 in Uncategorized

Jæja, næstum fimm vikur liðnar frá síðasta Tune-up.  Tvær tiltölulega rólegar í viðbót og síðan allt í botn.

Sólveigu sjúkraþjálfara líst vel á gang mála og segir að ég sé ekki í hættu á að öxlin frjósi nema ég taki upp á því að haga mér eins og fáviti.  Fat chance on that.  Hjólið komið og eyði ég góðum tíma í að tala fallega við það og strjúka því.  Það purrar á meðan svona til að segja mér að það sé mitt.

Smellti mér á brettið í fyrsta sinn í yfir mánuð á þriðjudaginn var.  Hitaði sæmilega upp en hresstist síðan allur og tók 5 km. á 19:32 sem er PB hjá mér.  Miðvikudagur hlaup samkvæmt plani.  142 púls í 50 mín.  Gekk vel og svitnaði ég varla.  Síðasta Powerade vetrains á fimmtudaginn.  Lítið borðað um daginn og því ansi orkulaus í hlaupinu.  Tuðaðist þetta á 45:30 en hefði átt að gera betur. 

Tók þungar lappir á föstudaginn og síðan rólegt laugardagshlaup.  Fyrri 45 mín. rólegar en bætti síðan nokkuð í.  Veðrið alveg frábært og ég alveg guðdómlegur á litinn eftir þennan frábæra dag.

Comments
  1. Eva Gunn's avatar Eva Gunn says:

    Til lukku með nýja Bloggið á járnkarl.com
    Ljómandi fínt línubil!

Leave a reply to Eva Gunn Cancel reply