20 des

Fórum nokkur í ansi langa göngu um svæðið. Planið var að reyna að spotta ljón eða “kill” eftir það. Þó svo að ég hafi umgengist flestar tegundir stóru kattanna þá er það verulega spes að vera á þeirra svæði að leita að þeim. Gaurinn sem var með okkur lét okkur vera í röð fyrir aftan sig, hann var vopnaður, og ef við sæum ljón ættum við alls ekki að kalla upp og í raun alls ekki bregðast við. Flest stóru dýranna growl-a á mann til aðvörunnar en ljónin “Stalk-a” mann. Öll þessi dýr eru bara að verja sitt svæði og ljónin láta sjá sig til aðvörunar.

Fundum hvorki ljón né kill en gengum fram á tvær fíla vinkonur og var það engu líkt. Við reyndum að læðast að þeim en allt í einu reisti sú stærri sig upp, gargaði á okkur og hljóp í áttina til okkar. Fokk hvað ég varð skít hræddur. Þegar hún var komin óþægilega nálægt reisti stjórinn upp hendur og öskraði á hana. Við það stoppaði hún og horfði á okkur og þegar við bökkuðum bakkaði hún. Lindsey frá Ástralíu náði þessari klikk mynd af þessu. 21 des

 

Nú er ég allur að komast inn í gang dagsins hérna. Mikill tími fer í matartilbúning fyrir dýrin, þau hafa öll sínar þarfir og t.d. dugir Merkat að fá kjúklingaháls en svo eru tveir þannig sem þurfa að fá kjúllan niðurbútaðann í pínu litla bita og þurfa að líða nokkra sek milli hvers bita. Ef þeir fá bara að graðga í sig hætta þeir að kyngja og kafna bara. Þessir litlu sætu gaurar eru alls óhræddir við kóbra slöngur og vaða í þær ef þeir sjá þær, við þurfum að passa okkur þegar við sinnum þeim.

Þegar við gefum Cheetunum okkar dugir háls af kjúklingi ekki. Við fengum hest hausa gefins og þeir voru teknir í tvennt og gefnir þannig. Það vakti ekki mikla kátinu hjá sumum þessara viðkvæmu blóma sem eru hérna að þurfa að taka um hálfan hesthaus, vel blóðugan og lyktandi og sveifla honum yfir tveggja metra háa girðingu. Hittum hlébarða en þar sem það var ekki hlébarðadagur stoppuðum við ekki hjá honum.

Prófaði að renna mér út að hlaupa. Ég er hérna í ca. 2000 metra hæð sem mundi þá flokkast sem High Altitude training og hitinn er þetta 30 gráður plús. Las að vökvatapið er tvöfallt í þessari hæð og þá er eftir að taka hitann með í reikninginn. Það er auðvitað ekkert nema frábært að hlaupa við þessar aðstæður, aðeins erfiðara en samt ekkert eins og maður sé alltaf upp brekku. Ég stoppaði kannski fjórum sinnum á þessum átta kílómetrum til að fá mér vatnssopa. Var bara fjandi ánægður með mig að skokka 8 km á 43,3 en mikið ferlega var púlsinn hár eitthvað. Ætla að reyna að drattast í þetta af einhverri skynsemi og lengja frekar en bæta í hraða.

Andskotinn nú er allt fullt af flugum eða fiðrildum hérna inni hjá mér. Veit ekki hvort þetta er eitthvað tengt Moth skýinu sem hefur verið hérna en óþægilegt er þetta. Svo falla iðulega á mig köngulær eða bjöllur! Hvað er það eiginlega? Þetta minnir einna helst á einhverja hryllingsmynd, pöddurnar hrúgast inn og vilja endilega vera hjá mér.

Nú er morguninn eftir og þó svo að ég hafi drepið fiðrildi í þúsundatali að mér finnst þá er ekkert hérna á gólfinu hjá mér. Maurarnir standa sig í stykkinu og halda vígvellinum hreinum.

Mættur á svæðið

Posted: 26 December, 2019 in Namibia

17 des

Sóttur í gær á hótelið. Annar sjálfboðaliði (Finni) með í för og tókum við svo nokkra starfsmenn með. Þó þetta sé ekki nema 50km þá vorum við nú talsverðan tíma á leiðinni. Rétt sluppum í kvöldmat hérna en síðan var mér skutlað upp í það sem kallað er Bushcamp. Þar er ég í tjaldi númer 7. Þetta er nú talsvert meira en okkar venjulega Seglagerðar Ægis tjald en ég hafði búið mig undir það frumstæðasta í þeirri deildinni. Finninn var settur í tjald í aðalbúðunum meðan mér var skutlað aðeins útfyrir í litlar búðir þar. Ég komst svo að því daginn eftir að meðan ég var að vesenast með risastórar moths þá átti hann í rimmu við stóran bavíana, geggjað að byrja þannig.

Það hafði verið þannig að Sambsa mætti í “tjaldið” sitt og er eitthvað að vesenast bara. Heyrir einhver læti á þakinu en spáir ekkert í það, það er blikk þak, en ætlar síðan í sturtu og hittir þá fyrir helvíti mikinn bavíana. Það er ekkert djók að lenda í þeim, þeir eru nokkuð aggresívir og geta verið hættulegir. Nú Sambsa sem betur fer vissi lítið um þetta en áttaði sig þó á að hann hefði verið í sæmilegustu skítamálum þegar tjaldið hans fylltist allt í einu af mannskap að bjarga honum.

Það er þannig hérna í Namibiu að Bavíanar eru flokkaðir sem meindýr. Það þýðir að þá sem komið er með hingað verða hérna þar sem ólöglegt er að sleppa þeim út í náttúruna aftur. Ástæðan fyrir því að komið er með þá hingað er að fólk fær sér þá sem gæludýr en gefst svo upp þegar þeir fara að stækka og verða ill viðráðanlegir. Því er talsverður fjöldi hérna í búrum sem eru reyndar eru gríðarstór gerði sem eru eins og allt annað hérna mjög flott og viðhaldið frábærlega. Við erum með talsverðan hóp út í friðlandinu og þegar maður gefur þeim að éta sér maður hvað þeir eru varasamir.