Eitthvað þungt

Posted: 20 May, 2014 in Uncategorized

Enn eina ferðina er ég á fleygiferð í rússibana tilfinninganna.  Allavega jákvæðir hlutir í gangi hjá mér en það er bara of margt og of stórt sem skyggir á.  Það er eitthvað ekki að gera sig núna hjá mér.  Veit ekki hvað ég geri.  Ég held að ég taki þetta ekki á hressleikanum einum.

Er á Dale Carnegie námskeiði.  Hvernig á að takast á við erfiða kúnna.  Sumt svona líka frábærlega skynsamlegt eitthvað og er engin spurning að það hjálpi í daglega lífinu.  Ef maður man bara að nota það.  Svo er það allt annað mál.  Spurning um æfingu og hversu oft manni má mistakast.  Hef reyndar aðeins spáð í þessu dóti og kann betur og betur við það.

Sótti um og fékk sjálfboðaliðastarf hjá Buddah munkum í Thailandi.  Starfið felst í umhirðu tígrisdýra eða tígrisdýraunga.  Það eru fastir starfsmenn sem sjá um fullorðnu dýrin.  Þetta verður eitthvað.  Ætlast er til að maður stundi íhugun með munkunum síðdegis á hverjum degi.  Hljómar vel.  Ég er ekki í nokkrum vafa um að vaxa sem maður í þessu.  Hey…  Tígrisdýr eru risastór rándýr.  Risa, risa stór.  Karldýrið er ca 3 metrar á lengd og 200 kíló að þyngd.  Það er ansi mikið af rándýri.  Þegar þetta er svo komið á 60 km hraða er þetta orðið almennilegt.

Það verður gaman að fara til Thailands og þá sérstaklega þangað sem ég er að fara.  Ég verð nálægt landamærum Myanmar og rennur Kwai fljótið þarna rétt hjá.  Það verður vonandi tækifæri til að fara og sjá hina frægu brú.  Djöfull held ég hann pabbi hefði orðið ánægður með það.

 

Eitthvað að virka

Posted: 14 May, 2014 in Uncategorized

Fer út að hjóla, tek nokkra km á fínu gasi með nægri áreynslu.  Bara flott.  Ég hélt að lærin væru bara í ruglinu en það var ekki.  Núna hjóla ég í vinnuna, stutt jú jú, og geri það vel.

Fór í dag eftir að hjóla heim úr vinnunni og náði í Fróða minn og hlaupagallann.  Niðrí Laugar.  Ætlaði upp í Hólma en farið að rigna og eitthvað svona væl þannig að ég skellti mér í utanvega hlaup á brettinu.  Setti á meðaltal 4% halla sem þýddi 3,2% hið minnsta en 7% hið mesta.  Tók klukkutíma þannig á 12,5 og var bara urrandi sáttur með mig.  Ætti að hlaupa á morgun en sé til.  Kannski ég geymi það þar til á fimmtudag og hjóli bara hressandi á morgun.  Kannski hleyp ég á morgun og hjóla á fimmtudag.  Kannski fer ég bara á skíði.  Naaa varla.

Allavega… það er fínn kraftur í mér fyrir utan að ég hef bara ekki tíma til að gera allt sem ég vil gera.  Gera fínt hérna heima, tékka á fjósinu og athuga háaloftið.  Fíddd fíúú hvað þetta á eftir að verða smart hjá mér.  Verð nú að taka einn rólegan túr á fjallahjólinu með hann Fróða minn.

Boston maraþonið

Posted: 7 May, 2014 in Keppnir

Smá svekk þar sem ég átti von á að þrír tímarnir lægju núna. Góður hraði í mér, hnéð að vísu búið að vera að hrekkja mig en samt ekkert alvarlegt. Fann það bara þegar ég lagði af stað að þetta yrði ekki dagurinn minn. Mér fannst ég góður fyrir hlaupið og ég mér finnst ég hefði átt að gera þetta.

Hlaupið geggjað, alveg geggjað. Meira en milljón manns að fylgjast með og hvetja, það vantaði ekkert upp á hvatninguna hjá fólkinu. Alltaf verið að kalla á mig en ég var í bol sem á stóð Iceland Einar. Búið að vera svona í kaldara lagi þessa daga fyrir hlaup en svo á hlaupadag var urrandi sólskin og hiti. Brann geðveikt hægra megin, það er geðveikt fyndið.

Núna er það Bláa Lónið næst og svo Laugavegurinn. Geri ekki ráð fyrir neinu í Bláa þar sem ég hef ekkert hjólað í ár. Smá svekk þar sem mér finnst það æði en ég hef bara ekki haft tíma til þess. Planið er því að hjóla Lónið og vera óstressaður með tíma. Það verður öðruvísi en örugglega gaman.

Laugaveginn ætla ég að reyna að gera vel. Ætla að leggja talsvert í æfingar og allt í kringum þær. Langar til að hjóla soldið, synda smá og lyfta vel en veit ekki hvernig ég fer að því. Það kemur í ljós hvernig þetta fer.

Fékk frábærar fréttir frá hnélækninum góða. Hann sagði að þetta væri bara orðið talsvert slitið og það besta sem ég gerði í því væri að hreyfa mig mikið, styrkja lappirnar og passa þyngdina. Hann sagði reyndar að ég væri bara í ljómandi góðum málum.

Langt í dag

Posted: 18 January, 2014 in Uncategorized

Við Steindór búnir að mæla okkur mót við Laugar í morgun. Fokk mér leist ekkert á það. Tilfinningin að vera í skíta formi var alls ráðandi og ég bara eitthvað dööö. Nú við stukkum af stað og byrjuðum ekki sterkt. Vitlaus hringur… ég meina það fer enginn öfugan hring eða hvað? Júbb Steindór, hann fer vitlausa leið og það vandræðalaust.

Blússandi meðvindur og talsverð hálka. Hann á nöglum en ég ekki. Stígarnir svona flestir sandaðir og fínir þannig að þetta var alveg ljómandi bara. Eftir Gróttu var nokkur mótvindur en það var bara hressandi. Var orðinn ansi þreyttur eftir 20km en gel sló aðeins á og komum við nokkuð hraðir inn að Laugum.

Enduðum í 25,2 á 2:02 sem er alveg viðunandi. Ágætis hlaupavika að baki. Magnið kannski ekki neitt spes en tempóið verið þeim mun betra. Er að vinna á RIG á morgun þannig að eitthvað verður lítið að gera í hlaupum hjá mér í fyrramálið. Nú svo er aldeilis fjörið klukkan eitt í Höllinni.

Enn að gera sig

Posted: 18 January, 2014 in Uncategorized

Já já áhuginn er enn til staðar og bætir bara í ef eitthvað er.  Hef verið ansi lélegur í Powerade í vetur.  Samt…  engar æfingar að heiti geti og þá sígur nú úr forminu.  Hraðinn hefur verið alveg sæmilegur en úthaldið lítið.  Leit út fyrir að ég smellti mér bara á væludeildina en ákvað að harka þetta af mér.  Það er eitthvað að skila sér því bæði er hraðinn að rjúka upp og þolið sömuleiðis að koma.

Vorum á æfingu í frjálsíþróttahöllinni á miðvikudaginn.  Hlupum þetta fjórir saman, ég, Steindór, Gauti og Sigurjón.  Ferlega gaman að vera ekkert alveg að drepast við að “hanga” í þeim heldur hlupum við bara með þeim.  Fínasta æfing sem endaði á 4×200 þar sem við gormuðumst þetta á 2:40 sem gerir sig á 22,5 km/h.  Það er skemmtileg tala.  Held ég vinni bara í að fara aðeins hærra.

Boston er byrjað að þokast nær.  Fékk mér ferlega skemmtilega gistingu hjá tveimur herramönnum með hreingerninga fetish.  Er að vonast til að ná að draga hana Grétu mína með en það er nú ábyggilega ekki gaman að fara með í svona keppnisferð.  Held samt að ég sé kominn yfir það að vera alveg ónýtur daginn eftir svona hlaup en það á eftir að koma í ljós.

Langt í fyrramálið, ég svefnlaus þannig að þetta er gott í kvöld.

Lífið er skrítin skepna. Tók aldeilis skrens á því í ár. Svipuð aðferð og þegar rússneska stafrófið var búið til. Venjulegir stafir settir í bauk og svo var bara hrist hressilega.

Nú ég er fluttur, skilinn og svona eitthvað meira til. Bý í næstum 100 ára gömlu húsi með yfirdrifið af verkefnum sem þarf að sinna. Hef svona verið að dunda mér í þessu og þá hafa æfingar fengið að bíða. Er búinn að taka nokkur stört á æfingaprógrömm en ekki dugað í þau. Nenni svo sem ekki mikið að velta mér upp úr því en ætla að reyna að koma mér í einhvern gang núna.

Boston maraþonið sendi mér einhver æfingaplön sem ég á alveg eins von á að nýta mér. Miða við Advanced plan sem er nokkuð ákveðið. Það miðar við 6 daga í viku og einn í hvíld sem er helvíti mikið hlaupaprógramm fyrir mig. Mér finnast fjórir dagar vera hið besta mál, æfa bara vel og hjóla síðan tvo daga í viku. Gott hjól held ég að hjálpa til með að halda mann meiðsla lausum.

Er aðeins að spá með æfingar og æfingatímana. Langar að prófa að hlaupa á morgnana áður en ég fer í vinnuna. Tja allavega þessar þrjá virku daga en svo laugardaginn þá með Ægi/Laugaskokki. Langar að láta verða af því að prófa þetta. Svo er nú að vakna en það verður bara að koma í ljós hvernig það gengur.

Nóg að sinni.

Ég veit það ekki. Finnst ég hafa verið alveg dúndur á hjólinu. Hef hjólað slatta en langt frá því sem ég ætti að vera að gera. Hef fjandakornið ekkert hlaupið síðan í París. Vignir dró mig aðeins á lappir og lét mig synda með sér í Nauthólsvíkinni. Hef aðeins verið að sulla þar á skýlunni en hann setti okkur í galla og nú skyldi synt. Laugardagur 2,2 og allt í marglyttu. Ekkert mál enda lítil og krúttleg greyið sem fer öll í flækju þegar maður syndir í gegnum hana. Hittum sel við endann á flugbrautinni. Ferlega gaman þó ég viðurkenni nú alveg að kíkja soldið í kringum mig á bakaleiðinni.

Sunnudagurinn var svo annað eins sund. Soldill kraftur í þessu og svo hjóluðum við að stað austur á Þingvelli. Dásamleg kökusneið og enn betra kaffi, stutt stopp það og svo beint af stað aftur. Nesjavellir heim. Mótvindur og geggjaðar brekkur. Hrikalega gaman. Þríþrautarhjólin eru strembin í brekkunum en ferlega skemmtileg þegar maður hjólar svo heim. 120 km túr þetta og lappirnar alveg ágætar. Hef reyndar verið að slást við mikinn verk í annari rasskinninni. Magni Kíró sagði að þetta væri nær örugglega klemmd settaug. Mögulega er hnakkurinn að hrekkja mig því þetta gerðist líka eftir átakahjól á þríþrautarhjólinu, þá í Hvalfirðinum. Þá eins og nú var ég stopp í viku. Svaf ekki baun og var ómögulegur.

Mánudagurinn eftir þessa hressingu bauð svo upp á miðnæturhlaup. Tók þátt í 5 km og bara vann minn aldursflokk. Reyndar á ömurlegum tíma miðað við það sem ég ætlaði mér en það er annað mál. Ég þarf greinilega að fara að endurskoða væntingar til sjálfs míns all hressilega. Stendst orðið ansi fátt hjá mér.

Þá er það stóra málið, væntingar og hausverkun. Hausinn er ekki á sínum stað þessa dagana. Sef illa og er eins langt frá Roth og hugsast getur. Helst vil ég hætta við. Ég efast ekkert um að ég komist þetta en damn hvað ég nenni ekki enn einn lélegan Járnkarlinn og það svona stuttu eftir að klúðra maraþoni. Ég veit ekki hvað þetta er með mig eiginlega, ég hvílist andskotann ekkert og borða minna en litlu börnin í Eþíópíu. Mér finnst ég hafa æft ömurlega. Helst alltaf með allt á útopnu milli þess sem ég er alveg að drepast úr þreytu og ræfildóm. Þetta er bara ekki það sem þarf fyrir yfir 10 tíma úthaldskeppni. Stefnan er ekki tekin á að vera með eða klára. Það er bæting eða ekkert.

Smá jákvæðni… Tja ég var að fá mér nýjan framskipti á þríþrautarhjólið. SRAM Red 22 sem á að gera alla skiptingu milli framhjóla betri. Sjáum til með það en mikið djöfull kostaði hann. Svo pantaði ég mér tíma hjá David í Bike fit. Hann er sagður fjári góður í þessu og þá er um að gera. Mig hefur alltaf langað að láta setja hjólið upp miðað við mig. GÁP gátu ekki einu sinni sett hjólið upp hvað þá fyrir mig. Það sem ég er óánægður með þá verslun. Sendi þeim fyrirspurn um daginn vegna nýrra Cranka og fékk svar mörgum dögum síðar þar sem ég var spurður hvers konar BB ég væri með! Það er alveg klárt að það eru ekki mörg Cannondale Slice HiMod hérna á Íslandi. Sennilega er það nú bara eitt og Cannondale leyfir ekki breytingar á þeim þegar þau eru keypt.

Svo mörg voru þau orð

Já mikil ósköp. Fyrst var það að hlaupa slatta og smá sund með, svo var það hjólað í vinnuna og eitthvað svona meira með. Jafnvel ágætis sund svei mér. Hjólað í vinnuna auðvitað tekið af fullri hörku, allar ferðir teknar af mikilli ákefð og allt keyrt í botn. Lengingar upp á hvern dag og fór ein vikan í 340 km. Þetta var auðvitað með öllum öðrum æfingum og var ég nokkuð búinn þegar líða fór á þriðju vikuna.

Bláa lónið var flott hjá mér. Fór á 32 mm dekkjum, sem var auðvitað áhætta, og borgaði það með lélegum lokatíma. Lét bara vaða á allt og það á fullri ferð. Þurfti stundum að segja mér að vera ekki þessi djöfulls skræfa og herða mig, þá gekk allt betur. Frábært að láta gossa og fá sletturnar yfir sig og á. Veit ekki, var með gleraugu og fljótlega varð skyggnið ansi dapurt. Veit ekki hvort þetta hefðir verið betra án þeirra en við Ísólfsskála sá ég fjandakornið ekki rass, stímdi á grjót og sprengdi. Allt drulluskítugt, ég í óratíma að ná dekkinu af og svo þegar ég er að herða hylkið utan um gasið festist það og allt gusaðist út í loftið. Bloody brill fyrra hylkið farið. Seinna hylkið fór í slönguna. Náði að verða ekki pirraður á þessu en vissulega spældur. Vissi að þarna voru möguleikar mínir á að vera á skemmtilegum stað úr sögunni. Gaf allt sem ég átti og fer fram úr slatta af liði en svo þegar ég er að klára malarveginn við Þorbjörn sprakk aftur. Djöfullsins helvíti. Ekkert gas og allt í einhverju helvítis runki. Hjólið á bakið og ég hljóp af stað með það. Alveg ákveðinn í að klára og þetta voru ekki nema örfáir kílómetrar að hlaupa. Rúllar ekki Garðar Erlings framhjá með pumpuna standandi upp úr vasanum. Ég góla á hann og hann hendir pumpunni í mig. Dekkið á, pumpa í og af stað. Hell yeah! Lokatími 2:21 og það með 20 mínútum í dekkjaviðgerðum og rugli. Fann það þegar ég kom í mark að mér var orðið ansi kalt enda á stuttermum og stuttri brók. Allt fyrir tanið, verst að sólina vantaði. Þræl sáttur með þetta þar sem ég var augljóslega ekki í keppni um sæti og því aldeilis ljómandi tími að ná.

Daginn eftir ætluðum við í stutt recovery hjól með Jens og kó, enduðum í rokferð (hvað annað?) á Þingvelli. Ég hafði að vísu náð nokkrum rudda kílómetra sprettum meðan ég beið eftir mannskapnum í Mosó. Fórum fimm á Þingvelli, Pétur Einars, Geir, Rúnar, Oddur og ég. Mikill hraði og ferlaga frábær pylsan í þjónustumiðstöðinni.

Mánudagur strembinn og svo aftur hörku æfing með Jens. Sundahafnarhringir í geggjuðu roki, keðjuæfingar og allt í botni í rokinu. Lærin loga og ég hugsa með ánægju til Álafosshlaupsins sem ég er að fara í daginn eftir. Stóð mig alveg ljómandi þar. Níu km af möl og brekkum og stuði. Frábært veður, góðir hlauparar og áttunda sæti í heildina. Góðir hlauparar sem er bara heiður að vera í samskokki með. Sundæfingin eftir hlaupið bar þess nú nokkur merki að vel hefði verið tekið á, krampar út í eitt. Fínar harðsperrur daginn eftir, hvað er það eiginlega?

Ég grennist bara og þyngist. Enginn fita eftir á mér held ég. Lærin vel skorin og efri hlutinn sömuleiðis. Gengur vel á lóðaríinu þannig að ekki er ég að aumingjast. Reyni að passa mig og vökva vel, er mjög passasamur á matinn. Mætti alveg borða meira en þetta sleppur meðan ég léttist ekki.

Hef verið að dúlla mér í sjónum. Bæði gallaður og án galla, oftast einn. Þannig slepp ég við að hræða mannskapinn með dökku litarhaftinu þegar ég kólna. Fór í lengsta gallalausa sundið á þessu ári í dag. Virðist vera að venjast fóta og handkuldanum en andlitið og hnakkinn kólna enn alveg ferlega. Einnig er ég orðinn viðkvæmari fyrir veltingnum. Lendi í því að verða flökur á miðju sundi. Afar undarlegt en nú eru tapparnir komnir í töskuna og verður gaman að gá hvort þeir skipti máli. Sjórinn var 12 gráður í dag og er það nú alveg vel sundhæft. Ætla aftur á morgun.

Rólegt enn sem komið er

Posted: 7 June, 2013 in Æfingarnar

Já merkilegt er það. Tók hjólað í vinnuna af miklum krafti. Lengdi alltaf talsvert og var alltaf í mikilli ákefð. Var líka í nokkra daga að jafna mig en finnst þetta hafa gert sig fyrir mig. Ég virðist vera búinn að hjóla mig fram úr racernum mínum. Finn að hann er of mjúkur og gírarnir ekki eins og ég vildi hafa þá. Verð nú sennilega á því í ár. Svona er það bara.

Lærin voru orðin eins og grjót eftir mikið hjól í mai og þrátt fyrir frábært nudd þá mýktist þetta ekki baun. Þá hringdi Gylfi og bauð mér fjórar fínar vikur hjá sér í sundæfingum. Ég að sjálfsögðu þáði gott boð og núna eftir fjórar góðar æfingar með haug af fótaæfingum er þetta allt að koma. Bauð með mér Járnkörlum og verðandi Járnkörlum og er þetta hin besta skemmtun seint á kvöldin.

Hef ekki hlaupið mikið. Fékk í annað hnéð í París, eftir hlaupið, og það er alltaf aðeins að minna á sig. Tók styrktarþjálfun verulegum tökum. Er enn að bæta mig að ofan, brjóst, axlir og það gúmmulaði en bætti ansi flottum æfingum við á lappir. Er að stiffa fínar þyngdir, taka jafnvægisæfingar með sæmilegustu lóðum og beygji slatta en alltaf alvöru beygjur, djúpar og vel gerðar.

Bláa lónið handan við næstu beygju. Ég með þó svo að ég ætti auðvitað ekki að gera það. Sjálfsagt hlussast ég á hausinn og finn mér einhverja ástæðu til að væla soldið. Ætla að vera á Cyclo Cross dekkjum sem er alveg dúndur ef vegirnir verða góðir en hreint ekki hressandi ef þetta verður mjög gróft. Fór með Oddi í kvöld inn á leiðina, rúma 10 km, og það er ansi ógjó til að byrja með. Svo er það besta… Nú verður allur tími mældur með flögum og fær maður þá réttan tíma á þetta. Fúlt að vera fastur í hóp í langan tíma í byrjun en núna skiptir það bara engu máli, tíminn byrjar ekki að telja fyrr en maður fer yfir mottuna.

Ég guggnaði á mjóu dekkjunum í fyrra og dauðsá eftir því. Núna ætla ég að láta vaða. Krísuvíkurpulsan verður flott upphitun og svo eru það smá brekkur í lausagrjóti og svo bara allt í botn. Vííí og áfram æðir maður. Reyndi að gabba Odd til að hjóla með mér í bæinn eftir keppni en hann er í gestgjafahlutverkinu þannig að ég rúlla þetta bara í góðum fíling. MUNA eftir iPodinum! Ætti að ná dúndur æfingu úr þessu og sjálfsagt væri nú bara gáfulegt að bricka bara eftir keppnina sjálfa eins og við gerðum 2011. Það var ansi fínt enda veðrið þá alveg frábært.

Ef fílingurinn verður þvílíkur er bara aldrei að vita nema maður gaurist í Snæfellsneshringinn. Er reyndar soldið hræddur við sjálfan mig í svoleiðis. Hætt við að maður missi sig alveg í ákefðinni en samt… það er alveg nógur tími í Roth.

Sjáum til

Jebb eftir ágætt maraþon er kominn tími til að taka hjólið í gagnið. Mætti reyndar alveg sæmilega á spinning æfingarnar hjá Ægi3 en hef að öðru leiti ekki hjólað mikið. Finn samt að lærin virka alveg sæmilega, brekkur eru enn alveg jafn djöfull skemmtilegar og ef eitthvað er þá er úthaldið bara betra. Er samt enn í þessu leiðinda mæðis veseni þó það hafi nú eitthvað skánað. Hjólaði slatta af erfiðu í síðustu viku og byrja þessa svona ljómandi, 90km í dag. Brekkur og rok, gerist ekki betra. Fann á mánudaginn þegar við Oddur fórum austur á Þingvelli að lærin voru alveg í dúndur standi. Þarf samt að bæta soldið í að taka vel á liggjandi. Racerinn er auðvitað frábær með sitt ál og mátulega spari skiptingu sem skiptir svona og svona. Gerir Sneiðina bara enn æðislegri og þurfti nú ekki mikið til.

Var að spá í Snæfellskeppnina. Held samt að hún sé of nálægt Roth. Þetta er alveg djöfull erfitt ef maður ætlar að gera þetta almennilega og ég færi ekki til annars. Samt, það er aldrei að vita. Reyndar er ekki hörgull á spennandi keppnum fram undan. Heiðmörk6 er hrikalega girnileg og svo auðvitað Bláa lónið.

Hljóp Heiðmörkina með Oddi á sunnudaginn. Gekk bara svona ljómandi, púls er alveg á frábærum stað og allt virðist vera að gera sig þar. Fékk reyndar sama djö… verk í hné og eftir París og er rétt að losna við hann núna. Vonandi bara teygjumál eða það að ég hef ekki lyft mikið á fætur. Kannski ég reyni nú að muna eftir að kaupa Glukosamin (eða eitthvað svoleiðis).

Nú þegar Breiðabliksnámskeiðið er búið er ég enn eina ferðina þjálfaralaus. Það þýðir einfaldlega það að ég nenni ekki að æfa það. Mér hundleiðist að fara í sund til að synda bara og synda. Gaman að fara og drilla alveg út í eitt og finna svo geggjaðan mun þegar maður svo syndir á eftir. Oddur sjarmeraði Þríkó og fær að æfa með þeim þá tvo daga í viku sem Kalli er. Kannski ég reyni eitthvað svipað. Mér finnst sundið allt í lagi það er bara þetta að hafa ekkert að gera. Að synda fram og til baka, ferð eftir ferð er bara ekki gaman.

Nýi gallinn minn er örugglega svo frábær að ég þarf bara ekkert að synda. Ef ég held tímanum frá Florida verð ég bara sáttur. Ég þarf ekki annað en að vera soldið ákveðinn og ég bæti tímann minn nokkuð. Þarf að fara að komast með hann og sjálfan mig í sjóinn og busla soldið þar.

Uss hvað þetta verður allt frábært, ha er það ekki?