Archive for the ‘Uncategorized’ Category

Fyrsti “Brick-inn”

Posted: 20 March, 2011 in Uncategorized

Brick er æfing þar sem hlaupið er beint eftir hjól.  Samkvæmt Mark Allen eigum við ekki að láta líða meira en 15 mín. á milli og stóðst það hjá okkur.

Mættum 7, Siggi Sig, Oddur, Vignir, Maggi R, Hávar, Ásdís og ég í World Class Mosó í morgun.  Hjóluðum í þrjá tíma og styttum okkur stundir með skemmtilegheitum, videoglápi og góðum félagsskap.  Nýja hjólið ferlega fínt og hnakkurinn sem ég hélt að yrði eins og prik kom skemmtilega á óvart.  Enga vitleysu, ég er ansi sviðinn í klofinu þrátt fyrir þennan fína hnakk og góða slummu af Butt-R.

Vatn, kók og Powerade, 2 bananar, epli, orkustöng og eitt gel og ég kom jafn þungur/léttur af hjólinu og þegar ég byrjaði.  Verður að teljast gott.

Skórnir og nýr bolur og svo hlaupið af stað á brettinu.  Fór fljótlega á pace 4,26 en endaði svo á tæplega 5 eftir þessar 30 mínútur.  Nokkuð sáttur við mig.  Fórum svo í gufuna þar sem ég notaði restina af mentholinu sem ég fékk hjá Jóni Ágústi við nokkurn fögnuð.  Mentholið er svo dásamlegt að maður má velja það sem maður vill að það geri gott fyrir mann.  Mjög hentugt, næstum eins og að fara til miðils.  Kældum okkur í snjónum og brunuðum svo aftur í gufuna og er ég með því búin að fá mér nokkurs konar aflátsbréf á allar bólgur í einhvern tíma.

Nokkrar myndir voru teknar, Vignir mætti með nýju græjuna og tók smá vídeó þannig að þessi æfing er vel skrásett.  Myndirnar eru hérna einhversstaðar á síðunni.

Góðar stundir.

Nokkuð góður gangur á æfingum þessa dagana.  Hef haldið mig við planið nema hvað ég hef ekkert synt.  Sólveig sjúkraþjálfari segir að ég sé í góðum málum með öxlina, megi byrja að lyfta að 50% og jafnvel synda eftir ekki langan tíma. 

Fyrsta erfiða helgin framundan.  Á matseðlinum er 3ja tíma hjól og svo hálftíma hlaup í beit.  Ætlum að vera í World Class Mosó við þessa iðju okkar og hefur slatti af mannskap meldað sig.  Þetta verður ábyggilega mjög hressandi.  Íslandsmeistarinn reddar tjaldi og varpa og verður örugglega horft á eitthvað hressandi til að létta undir með mönnum.

Gott í kvöld,

Pásan að vera búin

Posted: 13 March, 2011 in Uncategorized

Jæja, næstum fimm vikur liðnar frá síðasta Tune-up.  Tvær tiltölulega rólegar í viðbót og síðan allt í botn.

Sólveigu sjúkraþjálfara líst vel á gang mála og segir að ég sé ekki í hættu á að öxlin frjósi nema ég taki upp á því að haga mér eins og fáviti.  Fat chance on that.  Hjólið komið og eyði ég góðum tíma í að tala fallega við það og strjúka því.  Það purrar á meðan svona til að segja mér að það sé mitt.

Smellti mér á brettið í fyrsta sinn í yfir mánuð á þriðjudaginn var.  Hitaði sæmilega upp en hresstist síðan allur og tók 5 km. á 19:32 sem er PB hjá mér.  Miðvikudagur hlaup samkvæmt plani.  142 púls í 50 mín.  Gekk vel og svitnaði ég varla.  Síðasta Powerade vetrains á fimmtudaginn.  Lítið borðað um daginn og því ansi orkulaus í hlaupinu.  Tuðaðist þetta á 45:30 en hefði átt að gera betur. 

Tók þungar lappir á föstudaginn og síðan rólegt laugardagshlaup.  Fyrri 45 mín. rólegar en bætti síðan nokkuð í.  Veðrið alveg frábært og ég alveg guðdómlegur á litinn eftir þennan frábæra dag.

Nýr staður

Posted: 13 March, 2011 in Uncategorized

Vonandi virkar línubilið hérna. 

Nýtt Domain jarnkarl.com

Ljómandi

Fínt að vera farinn frá 365