Djöfulls verkun er þetta á manni. Maður vill auðvitað vera nokkuð frambærilegur. Því var það þegar ég var staddur í Sportís að velja mér jakka að ég kippti með mér eins og einu afar hressandi glasi Sport þvottaefni. Cintamani kallinn minn, verður ekki mikið betra. Veldur ekki miklum kláða á húð þar sem húðin brennur að mestu leiti í burtu. Svo ég sé nú “fair” þá þvoði ég íþróttafötin mín upp úr þessu og fór svo í þau á langa Trainer æfingu. 4 tímar, hviss bamm búmm og mig er aðeins farið að svíða.
Nú daginn eftir, mánudagur og ég í svona líka stuði. Lærin, lærin hreint ekki í stuði. Ekki þreyta heldur risa sár og blöðrur. Við skulum ekkert vera að ímynda okkur að lærin séu bara framan á fótunum. Neibb þau ná allan hringinn og ef þau byrja við hné þá enda þau við rass. Sárin náðu reyndar á rassinn enda ná hjólabuxurnar yfir hann. Hélt ég dræpist bara. Andskotans vesen þetta á manni.
Trausti bróðir kom til bjargar eins og er að verða hans vani. Sá að þetta var skítamál og sagði mér að koma á stofuna til sín. Þar lét hann draga mér blóð og skoðaði mig síðan. Sagði þetta vera eitthvað bráða ofnæmi/exem. Lét mig fá sterakrem til að losna við óþægindin af þessu. Var ekki alveg að gera sig og lét hann mig fá stera pillur stuttu síðar. Þær virkuðu alveg ljómandi fínt nema hvað ég minnkaði skammtinn of snemma. Trausti lét mig bæta í aftur þar til árangurinn væri alveg súper, þá mætti ég minnka. Gerði það og sárin eru að mestu farin.
Hef verið að dúlla mér svona og svona undanfarið. Heiðmerkurtvíþrautin er auðvitað uppáhalds hjá mér en núna tók ég þátt. Gekk alveg la la en hjólið eitthvað þreytt hjá mér. Keppti síðan í Cube prologue og var bara svona sæmó. Bæti mig alveg örugglega í næstu keppni ef ég tek þátt. Það er annað hvort að hvíla einn dag fyrir keppni eða láta eiga sig að taka þátt. Ekki nógu gaman að finna kraftinn í fótunum en halda ekki keppnina út.
Frábærar æfingabúðir hjá Ægi Þríþraut. Sprettir voru þemað og komust þau skilaboð rækilega til skila. Var alveg sannfærður um að ég dræpist bara í lauginn slíkt var actionið á Jacky. Fann hvað sundið hjá Vadím hefur skilað miklu til mín þar sem ég gat synt á pari við hina þó að mig hafi að sjálfsögðu vantað hraðann. Öxlin fín og annað bara eftir því.
Eftir afar erfiða daga lét ég mig hafa það og tók þátt í Reykjanes hjólreiðakeppni. Mætti á Racer og fannst ég til. Var það sennilega ekki þar sem ég missti hópinn sem ég ætlaði að fylgja langt fram úr mér og gekk bara illa. Var að berjast einn í nokkurn tíma og tapað kröftum á því. Merkilegt þar sem ég er nýbúinn að fara illa með mig í Þingvallatúr við sömu aðstæður. Lét hlutina fara í skapið á mér og það þó að ég viti að skapið bitni fyrst og síðast á mér. Hjólaði 64 km á 2:06 eða þar um bil. Svo sem allt í lagi en samt ekki.
Var mjög þreyttur eftir keppnina og rosalega slæmur í öllum liðamótum. Veit ekki hvort þetta er vatnsleysi eða hvað en þetta gerist stundum hjá mér. Borðaði og drakk vel og skellti mér út á Sneiðinni fögru. Að koma af ál racer yfir á Carbon þríþrautarhjól er bara æði. Rauk í bæinn á no time og áður en ég vissi af var ég að tala við Kristján Eldjárn og son hans við Akraborgina. Hjóla út á Granda og passa mig að muna eftir stefnumerkjum og vera flottur. Fer eftir göngustígnum en man lítið eftir beygjunni við JL húsið. Man næst eftir mér á Borgarspítalanum.
Allt í steik, andlitið illa farið, hendur rispaðar, fætur rispaðir, bak í ólagi, háls mjög slæmur og verst af öllu er hægri öxlin. Þetta er á sunnudagskvöldið 29. apríl. Ég er einhverja átta tíma á spítalanum og talað er um að hafa mig um nóttina vegna höfuðáverka. Fæ þó að fara heim.
Á mánudeginum fæ ég tíma hjá Örnólfi eða réttara sagt, Örnólfur ætlar að hitta mig eftir vinnu. Oddur býðst til að taka mig á rúntinn, damn að þekkja svona mann, og sækja hjólið líka. Örnólfur skoðar mig og gerir og sendir mig í ómskoðun. Þar er byrjað á að segja að ég sé brotinn. Jibbíí, það var þá eitthvað sem mig vantaði. Svo kemur í ljós að svo er að öllum líkindum ekki??? og sinar og dót sé líka í fínu lagi. Mánudagurinn er sá 30. sem er líka síðasti dagurinn til að segja sig úr Challenge Roth. Ég ákveð eftir miklar pælingar að gera það ekki. Vil ekki fá það í hausinn að það sé eitthvað lítið mál að hætta við keppni. Maður klárar það sem maður er byrjaður á. Ég finn að það vantar hörku í mig og ég verð að finna hana aftur. Eitthvað farinn að linast og það er ekki ásættanlegt.
Tala við lögguna og fæ að vita að það var vitni að slysinu. Hjón sem ég fór fram úr báru mér vel söguna og sögðu að þegar ég ætlaði fram úr skokkara hafi hann stokkið til hliðar fyrir mig. Þá hafi ég nauðhemlað og það má ekki á TT hjóli. Ég er ansi svekktur ég viðurkenni það. Hjólið skemmt þó ekki virðist það mikið og ég er bara talsvert slasaður. Lít mjög illa út og líður jafnvel verr.
Doktorinn segir að ég verði að taka því alveg á núlli næstu 3 til 4 daga. Lét vinnuna vita og það var auðvitað ekkert mál. Svo á það að fara í hálfan mánuð samtals og þá má ég byrja að taka á því. Ég held að ég verði að hlusta á Vigni núna og stilla Roth inn sem leik. Veit ekki hvernig mér gengur að taka svona keppni ekki alvarlega en ég verð bara að reyna. Held samt að ég verði aldrei sáttur við sjálfan mig ef ég fer ekki undir 11 tímana. Það er kannski ekkert merkilegt en eitthvað verð ég að miða við ef ástandið ætlar að vera svona á mér. Þá er bara að taka tímann eftir Roth alvarlega og taka Florida glæsilega. Eitthvað sem segir mér að svo verði.
Nýja hjólið er Specialized Allez 2011 árgerðin. Alveg nýtt fyrir mig að fara út að hjóla á svona græju. Ótrúlega skemmtilegt apparat og mikill munur að vera á svona í borginni samanborði við TT hjólið. Hef reyndar verið að uppgvöta nýtt hjól síðustu dag. Rockhopperinn 29″ fjallahjólið er alveg dásamlegt á Cyclocross dekkjunum sem David Kríu seldi mér. Veð áfram á þessum líka hlunk en munurinn er að ég gossa alveg hiklaust yfir kanta og allavega drasl. Brjálað fjör. Notaði það í Heiðmerkurtvíþrautinni á þessum dekkjum. Virkaði svona glimrandi en þar var það líka formið á mér í einhverju óstuði.
Morgun ætla ég að kíkja á heilsugæsluna hérna í Mosó. Grefur alveg djöfullega í andlitunu á mér og lyktin aldeilis eftir því. Held ég skilji Súbbann bara eftir heima og hjóli bara á fjallahjólinu. Ekki veitir mér af hreina loftinu. Djöfull er eitthvað leiðinlegt að lenda í einhverju svona eina helvítis ferðina enn. Mig langar að kenna hlauparanum um þetta en veit að ég hefði brugðist við á sama hátt og hann. Ég átti bara að vera á götunni eða ég veit það ekki… Kannski er þetta ekkert fyrir mig?
Jú víst er þetta fyrir mig. Þetta kemur allt.
