Archive for the ‘Æfingarnar’ Category

Já mikil ósköp. Fyrst var það að hlaupa slatta og smá sund með, svo var það hjólað í vinnuna og eitthvað svona meira með. Jafnvel ágætis sund svei mér. Hjólað í vinnuna auðvitað tekið af fullri hörku, allar ferðir teknar af mikilli ákefð og allt keyrt í botn. Lengingar upp á hvern dag og fór ein vikan í 340 km. Þetta var auðvitað með öllum öðrum æfingum og var ég nokkuð búinn þegar líða fór á þriðju vikuna.

Bláa lónið var flott hjá mér. Fór á 32 mm dekkjum, sem var auðvitað áhætta, og borgaði það með lélegum lokatíma. Lét bara vaða á allt og það á fullri ferð. Þurfti stundum að segja mér að vera ekki þessi djöfulls skræfa og herða mig, þá gekk allt betur. Frábært að láta gossa og fá sletturnar yfir sig og á. Veit ekki, var með gleraugu og fljótlega varð skyggnið ansi dapurt. Veit ekki hvort þetta hefðir verið betra án þeirra en við Ísólfsskála sá ég fjandakornið ekki rass, stímdi á grjót og sprengdi. Allt drulluskítugt, ég í óratíma að ná dekkinu af og svo þegar ég er að herða hylkið utan um gasið festist það og allt gusaðist út í loftið. Bloody brill fyrra hylkið farið. Seinna hylkið fór í slönguna. Náði að verða ekki pirraður á þessu en vissulega spældur. Vissi að þarna voru möguleikar mínir á að vera á skemmtilegum stað úr sögunni. Gaf allt sem ég átti og fer fram úr slatta af liði en svo þegar ég er að klára malarveginn við Þorbjörn sprakk aftur. Djöfullsins helvíti. Ekkert gas og allt í einhverju helvítis runki. Hjólið á bakið og ég hljóp af stað með það. Alveg ákveðinn í að klára og þetta voru ekki nema örfáir kílómetrar að hlaupa. Rúllar ekki Garðar Erlings framhjá með pumpuna standandi upp úr vasanum. Ég góla á hann og hann hendir pumpunni í mig. Dekkið á, pumpa í og af stað. Hell yeah! Lokatími 2:21 og það með 20 mínútum í dekkjaviðgerðum og rugli. Fann það þegar ég kom í mark að mér var orðið ansi kalt enda á stuttermum og stuttri brók. Allt fyrir tanið, verst að sólina vantaði. Þræl sáttur með þetta þar sem ég var augljóslega ekki í keppni um sæti og því aldeilis ljómandi tími að ná.

Daginn eftir ætluðum við í stutt recovery hjól með Jens og kó, enduðum í rokferð (hvað annað?) á Þingvelli. Ég hafði að vísu náð nokkrum rudda kílómetra sprettum meðan ég beið eftir mannskapnum í Mosó. Fórum fimm á Þingvelli, Pétur Einars, Geir, Rúnar, Oddur og ég. Mikill hraði og ferlaga frábær pylsan í þjónustumiðstöðinni.

Mánudagur strembinn og svo aftur hörku æfing með Jens. Sundahafnarhringir í geggjuðu roki, keðjuæfingar og allt í botni í rokinu. Lærin loga og ég hugsa með ánægju til Álafosshlaupsins sem ég er að fara í daginn eftir. Stóð mig alveg ljómandi þar. Níu km af möl og brekkum og stuði. Frábært veður, góðir hlauparar og áttunda sæti í heildina. Góðir hlauparar sem er bara heiður að vera í samskokki með. Sundæfingin eftir hlaupið bar þess nú nokkur merki að vel hefði verið tekið á, krampar út í eitt. Fínar harðsperrur daginn eftir, hvað er það eiginlega?

Ég grennist bara og þyngist. Enginn fita eftir á mér held ég. Lærin vel skorin og efri hlutinn sömuleiðis. Gengur vel á lóðaríinu þannig að ekki er ég að aumingjast. Reyni að passa mig og vökva vel, er mjög passasamur á matinn. Mætti alveg borða meira en þetta sleppur meðan ég léttist ekki.

Hef verið að dúlla mér í sjónum. Bæði gallaður og án galla, oftast einn. Þannig slepp ég við að hræða mannskapinn með dökku litarhaftinu þegar ég kólna. Fór í lengsta gallalausa sundið á þessu ári í dag. Virðist vera að venjast fóta og handkuldanum en andlitið og hnakkinn kólna enn alveg ferlega. Einnig er ég orðinn viðkvæmari fyrir veltingnum. Lendi í því að verða flökur á miðju sundi. Afar undarlegt en nú eru tapparnir komnir í töskuna og verður gaman að gá hvort þeir skipti máli. Sjórinn var 12 gráður í dag og er það nú alveg vel sundhæft. Ætla aftur á morgun.

Rólegt enn sem komið er

Posted: 7 June, 2013 in Æfingarnar

Já merkilegt er það. Tók hjólað í vinnuna af miklum krafti. Lengdi alltaf talsvert og var alltaf í mikilli ákefð. Var líka í nokkra daga að jafna mig en finnst þetta hafa gert sig fyrir mig. Ég virðist vera búinn að hjóla mig fram úr racernum mínum. Finn að hann er of mjúkur og gírarnir ekki eins og ég vildi hafa þá. Verð nú sennilega á því í ár. Svona er það bara.

Lærin voru orðin eins og grjót eftir mikið hjól í mai og þrátt fyrir frábært nudd þá mýktist þetta ekki baun. Þá hringdi Gylfi og bauð mér fjórar fínar vikur hjá sér í sundæfingum. Ég að sjálfsögðu þáði gott boð og núna eftir fjórar góðar æfingar með haug af fótaæfingum er þetta allt að koma. Bauð með mér Járnkörlum og verðandi Járnkörlum og er þetta hin besta skemmtun seint á kvöldin.

Hef ekki hlaupið mikið. Fékk í annað hnéð í París, eftir hlaupið, og það er alltaf aðeins að minna á sig. Tók styrktarþjálfun verulegum tökum. Er enn að bæta mig að ofan, brjóst, axlir og það gúmmulaði en bætti ansi flottum æfingum við á lappir. Er að stiffa fínar þyngdir, taka jafnvægisæfingar með sæmilegustu lóðum og beygji slatta en alltaf alvöru beygjur, djúpar og vel gerðar.

Bláa lónið handan við næstu beygju. Ég með þó svo að ég ætti auðvitað ekki að gera það. Sjálfsagt hlussast ég á hausinn og finn mér einhverja ástæðu til að væla soldið. Ætla að vera á Cyclo Cross dekkjum sem er alveg dúndur ef vegirnir verða góðir en hreint ekki hressandi ef þetta verður mjög gróft. Fór með Oddi í kvöld inn á leiðina, rúma 10 km, og það er ansi ógjó til að byrja með. Svo er það besta… Nú verður allur tími mældur með flögum og fær maður þá réttan tíma á þetta. Fúlt að vera fastur í hóp í langan tíma í byrjun en núna skiptir það bara engu máli, tíminn byrjar ekki að telja fyrr en maður fer yfir mottuna.

Ég guggnaði á mjóu dekkjunum í fyrra og dauðsá eftir því. Núna ætla ég að láta vaða. Krísuvíkurpulsan verður flott upphitun og svo eru það smá brekkur í lausagrjóti og svo bara allt í botn. Vííí og áfram æðir maður. Reyndi að gabba Odd til að hjóla með mér í bæinn eftir keppni en hann er í gestgjafahlutverkinu þannig að ég rúlla þetta bara í góðum fíling. MUNA eftir iPodinum! Ætti að ná dúndur æfingu úr þessu og sjálfsagt væri nú bara gáfulegt að bricka bara eftir keppnina sjálfa eins og við gerðum 2011. Það var ansi fínt enda veðrið þá alveg frábært.

Ef fílingurinn verður þvílíkur er bara aldrei að vita nema maður gaurist í Snæfellsneshringinn. Er reyndar soldið hræddur við sjálfan mig í svoleiðis. Hætt við að maður missi sig alveg í ákefðinni en samt… það er alveg nógur tími í Roth.

Sjáum til

Jebb eftir ágætt maraþon er kominn tími til að taka hjólið í gagnið. Mætti reyndar alveg sæmilega á spinning æfingarnar hjá Ægi3 en hef að öðru leiti ekki hjólað mikið. Finn samt að lærin virka alveg sæmilega, brekkur eru enn alveg jafn djöfull skemmtilegar og ef eitthvað er þá er úthaldið bara betra. Er samt enn í þessu leiðinda mæðis veseni þó það hafi nú eitthvað skánað. Hjólaði slatta af erfiðu í síðustu viku og byrja þessa svona ljómandi, 90km í dag. Brekkur og rok, gerist ekki betra. Fann á mánudaginn þegar við Oddur fórum austur á Þingvelli að lærin voru alveg í dúndur standi. Þarf samt að bæta soldið í að taka vel á liggjandi. Racerinn er auðvitað frábær með sitt ál og mátulega spari skiptingu sem skiptir svona og svona. Gerir Sneiðina bara enn æðislegri og þurfti nú ekki mikið til.

Var að spá í Snæfellskeppnina. Held samt að hún sé of nálægt Roth. Þetta er alveg djöfull erfitt ef maður ætlar að gera þetta almennilega og ég færi ekki til annars. Samt, það er aldrei að vita. Reyndar er ekki hörgull á spennandi keppnum fram undan. Heiðmörk6 er hrikalega girnileg og svo auðvitað Bláa lónið.

Hljóp Heiðmörkina með Oddi á sunnudaginn. Gekk bara svona ljómandi, púls er alveg á frábærum stað og allt virðist vera að gera sig þar. Fékk reyndar sama djö… verk í hné og eftir París og er rétt að losna við hann núna. Vonandi bara teygjumál eða það að ég hef ekki lyft mikið á fætur. Kannski ég reyni nú að muna eftir að kaupa Glukosamin (eða eitthvað svoleiðis).

Nú þegar Breiðabliksnámskeiðið er búið er ég enn eina ferðina þjálfaralaus. Það þýðir einfaldlega það að ég nenni ekki að æfa það. Mér hundleiðist að fara í sund til að synda bara og synda. Gaman að fara og drilla alveg út í eitt og finna svo geggjaðan mun þegar maður svo syndir á eftir. Oddur sjarmeraði Þríkó og fær að æfa með þeim þá tvo daga í viku sem Kalli er. Kannski ég reyni eitthvað svipað. Mér finnst sundið allt í lagi það er bara þetta að hafa ekkert að gera. Að synda fram og til baka, ferð eftir ferð er bara ekki gaman.

Nýi gallinn minn er örugglega svo frábær að ég þarf bara ekkert að synda. Ef ég held tímanum frá Florida verð ég bara sáttur. Ég þarf ekki annað en að vera soldið ákveðinn og ég bæti tímann minn nokkuð. Þarf að fara að komast með hann og sjálfan mig í sjóinn og busla soldið þar.

Uss hvað þetta verður allt frábært, ha er það ekki?

Eitthvað undarlegur þessa dagana. Mæðist alveg djöfullega og finnst ég bara ekkert súrefni fá. Mikil átök á hjólinu og ég er bara í tómu tjóni, meira að segja lyftingar eru ekki sem bestar þar sem mig allt að því svimar eftir þungar lyftur. Svipað ástand og var á mér eftir Florida sem svo bara hvarf einn daginn. Hef þó hvílt ágætlega á mér lappirnar en tekið mjög vel á lóðunum.

Veit ekki, er þetta ofþjálfun? Skil samt ekki hvernig það mætti vera. Hef ekki verið í neinu rugli eftir París, tek kannski æfingar í meðallagi langar en passa ákefðina vel. Samt… ég sef illa á virkum dögum en get sofið lengi ef ég fæ tækifæri til. Losna ekki við hor og viðbjóð úr öndunarveginum og eins og ég sagði er öndunin alveg ferleg. Sándar eins og ofþjálfun en ég bara veit ekki hvernig hún ætti að vera til komin.

En nóg af væli! Ég hef bætt mig verulega í lóðunum, þó svo að bekkurinn sé ekkert markmið hjá mér er hann nú einu sinni bekkurinn. Repsaði 80×8 um daginn og fannst bara fínt og svipaða sögu er að segja um flest annað. Hef þó hlýft fótunum við þyngdum en er í 70 prósentunum og þá aðeins oftar. Það sem ég hef hjólað hefur verið fínt. Blússandi kraftur í fótunum og fílingurinn góður. Ef ekki væri fyrir helvítis súrefnisskortinn væri þetta alveg dúndur allt.

Er að synda hjá Þríkó þessa dagana. Þjálfarinn svona ljómandi, er þetta kannski bara málið með alla sundþjálfara? Vadim, Gylfi og nú Kalli. Frábærir allir saman. Mæti tvisvar í viku og er bara, svei mér þá, að öðlast smá sjálfstraust.

Hef verið að spá að hvíla nokkuð vel eftir sumarið. Allt of mikið að angra mig líkamlega og ég held bara að þriggja mánaða Yoga og huggulegheit væru af hinu góða. Mögulega gæti eitthvað hressandi haustmaraþon í október þó seinkað þessum plönum eitthvað en ég sé til. Veskið verður líka að fá að hafa eitthvað að segja um þetta og það er með eitthvað djöfulls væl þessa dagana 🙂

Vika eftir

Posted: 1 April, 2013 in Æfingarnar

Stutt í startið í París, vika. Jebb og ég hlakka til. Veit ekki með tímann en ég held ég verði bara flottur. Er svona alveg þokkalegur í skrokknum, sennilega jafn góður/ slæmur og allir þeir sem eru að fara að hlaupa þetta. Fyrir utan gott form skilja margra mánaða æfingar eftir aumar lappir og á köflum auman skrokk. Það sígur vonandi úr manni á þessum dögum sem eftir eru.

Þrátt fyrir að þessi keppni sé ekki byrjuð er sjálfsagt að huga að þeirri næstu. Challenge Roth, Þýskalandi. 14. júlí er dagurinn. Ég er ansi laus við væntingar þetta árið. Áföllin hafa verið full mörg og aðeins í þyngri kantinum og nú er bara réttur tími til að passa sig aðeins. Ef mér tekst að halda hlaupinu góðu, mögulega bæta aðeins við sundið og taka vel á hjólinu veit ég að ég get bætt Florida tímann verulega en samt…

En París. Soldið svekkjandi að vera að fara til Parísar og koma ekki til með að muna neitt eftir henni. Það er nefnilega þannig að þegar ég hleyp þá hleyp ég bara. Það slökknar á öllu apparatinu á efri hæðinni. Ég heyri músikina en tek ekki eftir neinu. Man lítið eftir umhverfinu enda svo sem ekki í skoðunarferð heldur að gefa það sem ég á í þetta. Þess vegna er alveg glatað að ganga illa. þá er bæði hlaupið leiðinlegt og maður man ekkert úr skoðunarferðinni. Það er fúlt.

Eitthvað er Oddurinn búinn að hóta kulda en þó allt að logni. Eins og mér fannst frábært að hlaupa í hitanum í Miami þá kvíði ég smá að hlaupa í kulda í París. Það er þó kostur að maður þarf að drekka eitthvað minna.

Fór til að taka eins og einn langan laugardag. Átti reyndar ekki gel þannig að ég ætlaði að brettast þetta. Svo þegar til kom var ég með of mikil einkenni frá Soas vöðva til að ég þyrði að fara að hlaupa einhver ósköp. Byrjaði en hætti mjög fljótlega. Fór bara og skipti úr hlaupagallanum og fór í hentug föt til lyftinga. Fór og átti stórleik í lóðunum.

Tók ótrúlega mikið og andskoti þungt. Tók rækilega á lærin svona fyrir fílinginn, bak, rass og svo góða blöndu á efri hluta. Oftar en einu sinni var ég með allar plöturnar sem í boði voru. Árangurinn er dásamlega harðsperrur í lærum, það fínar að ég sest ekki af neinum myndarskap á prívatið.

Fór svo í dag með Vigni í rólegheita hjól. Racerinn tekinn niður af veggnum og pumpað í dekkin. Hittum Emil Tuma niðrí Skútuvogi. Hann snéri við og tók hringinn með okkur. Fórum í bakaríið á Fálkagötu og þáðum dásamlegar veitingar í boði Vignis en hann var að fagna góðum árangri reiknimeistara Arionbanka. Tókum alveg þokkalega á því á bakaleiðinni enda í smá mótvindi. Smá sýra í lærum en allt í lagi.

Þorlákur var að senda plan. Nú er það Tapering og ekkert rugl. Tveir algjörir hvíldardagar í vikunni, tvær hraðaæfingar og svo tuttu kílómetra laugardagur. Bara hressandi. Þetta er orðið svakalega nálægt.

Langur laugardagur

Posted: 22 March, 2013 in Æfingarnar

Jebb og sá síðasti í bili. Næsti langi “laugardagurinn” er sunnudagurinn sjöundi apríl. Þá ætla ég að hendast um götur Parísar, kílómetra eftir kílómetra þangað til ég er búinn með 42. Þá ætla ég að hlaupa 200 metra í viðbót og fara svo að fá mér kaffi. Það verður huggó. Kannski ég fái mér bara vínarbrauð með. Svei mér þá.

Hefur gengið þetta alveg ljómandi. Rétt svona kvíðastundir þegar kálfarnir minna á sig og svo svona smá þegar annað lærið fór að vilja vera með líka. Þetta var allt sett á rúllur, nuddað slatta og svo rykkti Magni soldið í þetta og ég er bara nokkuð frábær held ég bara. Þennan sunnudaginn þegar ég legg af stað skil ég allar áhyggjur eftir á ráslínu, kveiki á iPodinum og skrúfa nokkuð hátt.

Merkilegt að mér er eiginlega skítsama um árangurinn. Ég stefni að því að fara undir þremur tímum en samt… ef það næst ekki þá so be it. Truflar mig ekki rass. Lappirnar eru heilar og restin í ansi hreint flottu standi. Ég held nú samt að ég sé bara að segja þetta núna. Þegar á hólminn kemur verður það ekkert svoleiðis. Vona að það standi að ég starti í rauða startinu og verði þá með þriggja tíma pacer fyrir framan mig. Er smeykur við góðan fíling eða jafnvel gott lag í iPodinum dugi til að ég missi mig og hlaupi frá mér allt vit.

Jæja snemma að sofa í kvöld. 32km á morgun, slatti á Maraþonhraða og ég þarf að muna að plástra á mér Tits-in. Ljóta ruglið. Hef verið eitthvað nískur á nýja boli og nú er þetta orðið eins og að hlaupa í sandpappír og þá er ekki von á góðu. Síðast þegar ég fékk sár Tits var þegar ég hljóp hálft maraþon á bretti í gömlu Hreyfingu. Tók mig alveg Forever, man hvað ég var rosalega stoltur að hlaupa þetta. Þetta eru sennilega sjö ár síðan. Og ég er aftur kominn með plástur á geirvörturnar, jahérna hér.

Mikið djöfull kostar svona maraþonþjálfun mikið á skrokkinn. Ég hef ekki verið léttari í mörg ár, samt borða ég og borða. Komin með einhver leiðindi í eitthvað sem heitir Soas vöðvi og kálfar ansi tæpir. Nú er bara að halda áfram að vera duglegur á rúllunni og vona að dótið haldi. Eitthvað af “greddu” æfingum eftir en þá á álagið nú samt að vera komið vel niður þannig að það sleppur vonandi.

Tók mataræðið einhverjum tökum þegar ég byrjaði að léttast, hætti að borða nammi og drekka gosdrykki og fór aðeins yfir í ávexti og vatn. Við það hægðist aðeins á og ég er bara alveg sæmilegur núna. Hef meira segja bara bætt mig aðeins í lóðunum, nokkuð sem kom á óvart. Það er nú ekkert leiðinlegt að vera ansi fituskorinn eftir þessar maraþonæfingar og vera á sama tíma að lyfta alveg sæmó.

Fór á sunnudaginn með Vigni og Oddi einn vænan hjólatúr. Tókum einn dægilegan Reykjavíkurhring með fínu stoppi í bakaríi. Skítkalt og blástur en urrandi sólskin. Var með sviða í andlitinu langt fram eftir degi, veit ekki hvort það var sólbruni eða kuldi.

Helvítis rótarbólga að gera mig geggjaðann. Það er alveg ótrúlegt hvað það er erfitt að harka svoleiðis af sér en þetta venst þó eins og annað. Bitnar kannski bara helst á þeim sem maður umgengst. Þeim fer þó fækkandi.

Lokapróf

Posted: 17 March, 2013 in Æfingarnar

Jæja já. Þorlákur lagði fyrir okkur próf. Kalt mat á maraþonhraða á að ráða æfingahraða dagsins. Ég er ákveðinn í að vera þetta á rétt undir þremur tímum og hann spurði hvort ég héldi að ég gæti það. Ég svaraði honum því að ég gæti allt! Við það stóð og prófið var tekið á þeim forsendum. Ég stóðst prófið eins og ég bjóst við.

Hef verið með ansi auman og harðan hægri lærvöðva, það auman að ég hef fengið talsverða verki við niðurstig. Sleppti Powerade hlaupinu á fimmtudaginn og vonaðist til að jafna mig. Ég náði því ekki og hafði smá áhyggjur þegar ég byrjaði í morgun. Var eiginlega bara fjandi aumur og var mikið að spá hvort ég ætti að slaufa æfingunni. Hitaði alveg sæmilega gáfulega upp, rólegt með talsverðum hraða inn á milli en samt þessi árans verkur. Fokk ég tek sjénsinn. Veit ekki hvenær ég hætti að finna til en það gerðist allavega einhvern tímann á leiðinni.

Nú eftir æfinguna skaust ég í Kópavoginn fyrir Valda bróðir og dreif mig svo niður í Jakaból til að horfa á hann þríbæta Íslandsmetið í bekkpressu. Strákurinn endaði í 245 kílóum í flottri lyftu. Verður ansi gaman að sjá hann á Power mótinu sem verður eftir fimm vikur.

Sundæfing hjá Gylfa seinna en venjulega fyrir mig þar sem mig langaði að sjá Valda keppa. Fullt af fótaæfingum og óvenju mikið sund hjá honum í dag. Ég er nokkuð sannfærður um að það er þeim að þakka að ég er í ótrúlega góðu standi núna. Mér finnst ég hafa tekið fínum framförum í sundinu hjá Gylfa en auðvitað þyrfti ég að æfa þetta af einhverju gagni. Málið er að ég bara nenni ekki að vera að vakna fyrir sex á morgnana til að fara í sund.

Næsta vika er svona la la með nokkuð þungan laugardag en svo er það bara alvöru Tapering.

Ég hlakka mikið til þessa hlaups. Er nokkuð viss um að markmiðið náist en vona að ég átti mig nógu snemma ef það stefnir í að það geri það ekki þannig að ég geti dottið niður á 4:30 og klárað hlaupið á 3:10.

Hef velt framhaldinu nokkuð fyrir mér. Sé fyrir mér að taka viku í góða hvíld með sundi og yoga en svo dúndra ég mér í gang á hjólinu. Fíni trainerinn hefur fengið að standa nokkuð óhreifður þar sem áherslan hefur verið nokkuð ákveðin á hlaupin undanfarið. Held að hann verði tekinn í gott brúk, hafi Sneiðina á honum og skrattist um á Racernum. Svekkjandi að hafa sennilega ekki efni á hjólinu sem mig langaði í en það er bara fínt að æfa á þungu hjóli. Ég verð þá bara að leggja aðeins meira á mig til að hanga í liðinu sem ég æfi með. Það er auðvitað bara frábært.

Hjól með Vigni og vonandi Oddi í fyrramálið þannig að það gæti verið skynsamlegt að fara að sofa.

Hellingur í gangi

Posted: 30 January, 2013 in Æfingarnar

Jæja jæja eitthvað kom þetta nú til baka hjá mér.  Hljóp gamlárshlaupið við lítinn fögnuð.  Var varla lagður af stað þegar ég var farinn að hugsa hvað í ósköpunum ég væri að gera þarna.  Var á einhverjum tíma sem ég var alls ekki ánægður með.  Ég bara allur í rugli með skrokkinn og þreytuna og fannst bara ekkert vera að gerast hjá mér.  Borgaði tollinn hjá ÍR og fór að mæta á æfingar hjá Þorláki.  Sama þar, æfingar í tómu rugli, hraðinn alveg sæmilegur en ekkert úthald.

Nú svo bara smellur það bara.  Allt í einu er löng tempo æfing ekkert mál.  Svitna alveg rosalega og bara alveg í frábæru standi.  Einn daginn hrikalega þreyttur en þann næsta bara fokking brill.  Þorlákur lét okkur finna skynsamlegan æfingahraða með Jack Daniels.  Aldeilis vel við hæfi fyrir mig svona bláedrú.  Flott stöff þessi útreikningur http://www.runbayou.com/jackd.htm Ég miðaði við sub40 á 10 og það gerir mig 52.  Hef haldið mig nokkuð vel á mottunni utan þess að ég enda oftast á auknum hraða.  Bara of gaman til að sleppa því.

Æfingar ganga alveg geggjað.  Hraðinn fínn og úthaldið allt annað og betra en fyrir nokkrum vikum.  Mæti tvisvar í viku á hjólaæfingu hjá Ægi þar sem Jens lætur okkur djöflast í einn og hálfan tíma.  Á eftir hlaupum við Oddur í korter.  Ég er farinn að ná 3,6 km á þeim tíma og finnst bara fínt þar sem ég byrja alltaf rólega.  Held mig við hlauparajógað hjá Eygló og reyni að lyfta af einhverju viti tvisvar í viku.  Byrja vonandi að synda á laugardaginn hjá Meistara Gylfa.  Ef ég dett í gírinn þar er aldrei að vita hvort ég bæti í.

Helsta vandamálið hjá mér er maturinn.  Ég borða of lítið og of lélegt.  Hef bætt mig nokkuð í vítamínum og vatninu en maturinn er í rugli og léttist ég bara við þessar æfingar.  Það er ekki gaman og ekki smart að horast allur upp.  Man nú oftast eftir Recovery drykk enda með svona ljómandi Hámark sem ég fékk hjá Vífilfelli.  Ég er aðeins of snemma í því að létta mig en ekki vil ég heldur fara að þyngjast.  Gullni meðalvegurinn og allt það já.