Epukiro

Posted: 22 January, 2020 in Namibia

Nú ég hætti við að fara til Nasrah og fór frekar til Epukiro. Munurinn er einna helst sá að í Nasrah fer maður bara til að njóta. Þar er framleiðsla á dýrum vínum og mikil náttúrufegurð meðan í Epukiro er hrikaleg fátækt.

Epukiro

Þetta er ca 2000 manna þorp sem hefur Settlement status en verið er að reyna að fá Village uppfærslu. Við það verða til skatttekjur og þetta verður eitthvað aðeins meira. Núna eru steinkubbar hérna, kannski 20 fm. sem Bush mönnunum er úthlutað og svo eru það smá bætur, 1300 Namibiu dollars, á mánuði. Hjá mörgum dugir sú upphæð ekki út útborgunardaginn.

Nú af þessum 2000 manns eru 600 SAN Bushmen. Þeir vinna fæstir, enda enga vinnu að hafa fyrir þá þar sem þeir eru Nomads og hafa það ekki í sér að hugsa fram í tímann. Á sínum tíma fengu þeir einhverja landspildu og fimm geitur á fjölskyldu og þá slógu þeir bara upp veislu og átu þær allar. Daginn eftir urðu þeir að sjálfsögðu svangir enda geiturnar búnar. Þeim var bara kippt inn í einhvern veruleika sem þeir þekktu ekki og kunnu ekkert á. Þeir hafa engan kost á menntun og eru næstum eins og Zombies hérna. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt og það er alkahólismi. Hann er hrikalegur hérna og brugga menn einhvern óþverra og bæta hverju sem er í til að fá eitthvað bit í þetta. Svo gerast menn full kræfir á rafgeymasýrunni og það liggur helmingur fólksins fárveikur. Ég held að óþverrinn heiti Tup eða eitthvað svoleiðis.

Það er einhver fjöldi Harera Bush-manna hérna líka en þeir hafa náð einhverjum tökum á tilverunni og er mikill munur að sjá þá. Reyndar físískt því þeir eru eins og við Evrópubúar í vextinum meðan SAN Bushmen eru lágvaxnir og mjög grannir.

Fyrsta daginn mætir einn svona hress með að þvi er virtist svona góða kúluvömb. Það var nú ekki aldeilis. Maðurinn var bara með þarmana í lúkunum en eitthvað plástradrasl og einhvern vísi að umbúðum. Út vall svo gul drulla einhver og alveg ægileg angan. Systir Anna, 74 ára dásemd, bað mig að aðstoða sig og ég sagði að sjálfsögðu já. Ég þurfti nú að taka mig á eintal í huganum og sannfæra mig um að þetta væri ekkert mál. Þetta hafðist og verður þetta nú að teljast eftirminnilegasta fyrir hádegi, fyrsta dag í nýrri vinnu.

Eftir eins og hálfs tíma mat, sem er standard hérna í mesta hitanum, er ég aðeins að vinna fyrir managerinn í tölvumálum þegar ég er beðinn að koma og aðstoða i neyðarherberginu. Þar var mættur á börum höfðingi flokksins og sá hefur átt betri daga. Rúmlega sjötugur og mjög illa haldinn af fíkn í áfengi og gras. Sjálfsagt hefur hann ekki náð 50 kílóum því ég hélt mjög auðveldlega á honum, það eina sem ekki var auðvelt var að höndla lyktina af honum. Nú við drifum hann úr og þrifum og svo var bara reynt að koma í hann vökva. Það var ákveðið að hafa hann hjá okkur um nóttina og sjá svo til morguninn eftir hvort þörf væri á að koma honum á spitala. Við erum með lítið húsnæði hérna sem heitir Patience house og er bara eitt herbergi og bað. Þangað hélt ég á honum. Morguninn eftir þegar ég fór að líta til með honum mætti mér hin mesta bræla og kom fljótlega í ljós að allt sem við höfðum náð að koma í hann um kvöldið hafði farið hressilega af honum um nóttina. Seinna um daginn er ákveðið að fara með hann á spítalann þar sem hann lést svo um nóttina.

Þetta voru tvö dæmi og því miður eru þau ansi mörg svona, vannærð börn, þurr börn, bækluð börn vegna skorts á umhyggju. Allir peningar fara í dóp og brennivín.

Á fimmtudögum erum við með “Mother and baby feeding” en þá er skellt í veislu. Stór pottur af grjónum, einn af súpu með smá kjöti og svo lítill, 9 lítra, af sætum kartöfflum. Upphaflega var meiningin að bjóða nýbökuðum mæðrum að borða en svo hefur verið að bætast í þetta. Nú er þeim helst vísað frá sem eru undir áhrifum. Þá er því miður ekki hægt að hafa í hópnum. Mig minnir að við höfum gert 120 skammta sem fóru allir. Svo fengu samtökin spons fyrir samskonar nema núna handa gamla fólkinu, 26 ætluðu að koma, en þegar itl kom mættu 6. Bæturnar höfðu verið greiddar út um daginn og þá er rétt að fá sér aðeins í glas.

Hann Toby litli er fyndinn strákur. Mamma hans alveg ágætur starfsmaður en kannski ekki mikið í smámununum eins og t.d. að klæða hann eða þrífa og skiptir þá ekki máli hvort það er hann eða hún sjálf.

 

Á miðvikudögum er haldið í Outreach. Þá förum við á stóra vinnustaði þar sem staffið býr á staðnum en vinnuveitandinn vill ekki að það fari í eitthvað skrepp á heilsugæslu. Sumir kalla svona jafnvel kúgun en þeir um það. Þarna eru unnin heilbrigðisstörf við topp aðstæður, úti undir berum himni með jörðina trausta undir fótum. Þetta þykir svo góð jörð að vörtusvínin deila henni með okkur meðan við erum að. Í Naankuse er okkur harðbannað að fara inn í gerðið hjá vörtusvínunum því þau hjóla alveg hiklaust í þig. Við vorum enda með prik til að reka þau burtu. Engin heilsugæsla fyrir þau.

Þetta eru geggjaðar aðstæður. Þarna talar fólk um það sem að því er fyrir allra eyrum, ekkert prívasí. Á miðjumyndinni er hún Aneki að gramsa í lyfjaskápnum. Þarna mætir fjörgamalt fólk og sest á lélega tjaldstóla til að láta taka blóðþrýstinginn og svona eitthvað svo hjálpar maður því á fætur. Flestum dugir að fá smá Parasetamól í flösku. Það virkar á flest.

 

Heilsugæslan okkar er alveg ágæt. Hér gera allir það sem þarf til að halda þessu gangandi. Hreinlæti er ekkert ofarlega á lista en vandséð hvernig á að halda öllu spikk and span verandi á mörkum eyðimerkur. Sumt er hægt að skrifa á fjárskort enda er þetta í uppbyggingarferli en sumt er alveg hægt að skrifa á slóðaskap. Toby litli gengur t.a.m. ber um allt og pissar bara og gerir þar sem hann er. Húsgögnin eru frá fyrri eigendum sem ætluðu að græða á þessu pening en áttuðu sig á endanum á að það er ekki líklegt að græða á neinu hér. Það er kannski með viðskiptaháttum sem helst þekkjast norður í hafi sem menn græða pening á fátækum.

Okkur sjálfboðaliðum eru settar nokkrar einfaldar reglur. Þegar maður er búinn að vera hérna í smá tíma skilur maður þær betur. Hérna eru nokkrar þær helstu:

x Don’t buy alcohol from local bars

x Don’t drink alcohol outside the house

x Do not drink alcohol with staff members

x Be aware that the community is poor, so don’t eat in front of them please

x When going out, go out with a staff member

x Do not go out after dark

x Be aware of: Cats, Bats, Dogs, Snakes.

x Security comes first

Hérna er rétt að taka fram að Staff member er innfæddur starfsmaður úr þorpinu.

Þessi hluti ferðarinnar hefur verið skemmtilegasti en jafnframt sá erfiðasti. Það er oft sem það hefur komið upp að maður þarf að minna sig á aðstöðumuninn á okkur. Þegar vinnu lýkur fara þau heim í kofann meðan við förum heim og hirðum ekki einu sinnu um að borða helvítis skorpuna á brauðinu meðan við vælum af vorkunn yfir hvað þetta fólk hefur það skítt. Mikið held ég að Samherjaræflarnir með sinn sjávarútvegsráðherra og leiguforstjóra hefðu gott af því að labba hérna einn góðan hring að kvöldi til. Þangað til það gerist verðum við að treysta á Karma.

 

 

 

Leave a comment