Hérna ætla ég að vera í átta vikur við ýmis störf. Mest af tímanum verð ég með blettatígra og afríska villihunda en svo fer ég norður og verð þar að vinna með fíla og nashyrninga. Mögulega verður einhver tími sem fer í að kenna börnum ensku. Mér var sagt að mæta í háum leðurskóm til að verjast slöngunum og svo þetta venjulega, hattur og sólgleraugu.
