Eitthvað þungt

Posted: 20 May, 2014 in Uncategorized

Enn eina ferðina er ég á fleygiferð í rússibana tilfinninganna.  Allavega jákvæðir hlutir í gangi hjá mér en það er bara of margt og of stórt sem skyggir á.  Það er eitthvað ekki að gera sig núna hjá mér.  Veit ekki hvað ég geri.  Ég held að ég taki þetta ekki á hressleikanum einum.

Er á Dale Carnegie námskeiði.  Hvernig á að takast á við erfiða kúnna.  Sumt svona líka frábærlega skynsamlegt eitthvað og er engin spurning að það hjálpi í daglega lífinu.  Ef maður man bara að nota það.  Svo er það allt annað mál.  Spurning um æfingu og hversu oft manni má mistakast.  Hef reyndar aðeins spáð í þessu dóti og kann betur og betur við það.

Sótti um og fékk sjálfboðaliðastarf hjá Buddah munkum í Thailandi.  Starfið felst í umhirðu tígrisdýra eða tígrisdýraunga.  Það eru fastir starfsmenn sem sjá um fullorðnu dýrin.  Þetta verður eitthvað.  Ætlast er til að maður stundi íhugun með munkunum síðdegis á hverjum degi.  Hljómar vel.  Ég er ekki í nokkrum vafa um að vaxa sem maður í þessu.  Hey…  Tígrisdýr eru risastór rándýr.  Risa, risa stór.  Karldýrið er ca 3 metrar á lengd og 200 kíló að þyngd.  Það er ansi mikið af rándýri.  Þegar þetta er svo komið á 60 km hraða er þetta orðið almennilegt.

Það verður gaman að fara til Thailands og þá sérstaklega þangað sem ég er að fara.  Ég verð nálægt landamærum Myanmar og rennur Kwai fljótið þarna rétt hjá.  Það verður vonandi tækifæri til að fara og sjá hina frægu brú.  Djöfull held ég hann pabbi hefði orðið ánægður með það.

 

Leave a comment