Fer út að hjóla, tek nokkra km á fínu gasi með nægri áreynslu. Bara flott. Ég hélt að lærin væru bara í ruglinu en það var ekki. Núna hjóla ég í vinnuna, stutt jú jú, og geri það vel.
Fór í dag eftir að hjóla heim úr vinnunni og náði í Fróða minn og hlaupagallann. Niðrí Laugar. Ætlaði upp í Hólma en farið að rigna og eitthvað svona væl þannig að ég skellti mér í utanvega hlaup á brettinu. Setti á meðaltal 4% halla sem þýddi 3,2% hið minnsta en 7% hið mesta. Tók klukkutíma þannig á 12,5 og var bara urrandi sáttur með mig. Ætti að hlaupa á morgun en sé til. Kannski ég geymi það þar til á fimmtudag og hjóli bara hressandi á morgun. Kannski hleyp ég á morgun og hjóla á fimmtudag. Kannski fer ég bara á skíði. Naaa varla.
Allavega… það er fínn kraftur í mér fyrir utan að ég hef bara ekki tíma til að gera allt sem ég vil gera. Gera fínt hérna heima, tékka á fjósinu og athuga háaloftið. Fíddd fíúú hvað þetta á eftir að verða smart hjá mér. Verð nú að taka einn rólegan túr á fjallahjólinu með hann Fróða minn.