Boston maraþonið

Posted: 7 May, 2014 in Keppnir

Smá svekk þar sem ég átti von á að þrír tímarnir lægju núna. Góður hraði í mér, hnéð að vísu búið að vera að hrekkja mig en samt ekkert alvarlegt. Fann það bara þegar ég lagði af stað að þetta yrði ekki dagurinn minn. Mér fannst ég góður fyrir hlaupið og ég mér finnst ég hefði átt að gera þetta.

Hlaupið geggjað, alveg geggjað. Meira en milljón manns að fylgjast með og hvetja, það vantaði ekkert upp á hvatninguna hjá fólkinu. Alltaf verið að kalla á mig en ég var í bol sem á stóð Iceland Einar. Búið að vera svona í kaldara lagi þessa daga fyrir hlaup en svo á hlaupadag var urrandi sólskin og hiti. Brann geðveikt hægra megin, það er geðveikt fyndið.

Núna er það Bláa Lónið næst og svo Laugavegurinn. Geri ekki ráð fyrir neinu í Bláa þar sem ég hef ekkert hjólað í ár. Smá svekk þar sem mér finnst það æði en ég hef bara ekki haft tíma til þess. Planið er því að hjóla Lónið og vera óstressaður með tíma. Það verður öðruvísi en örugglega gaman.

Laugaveginn ætla ég að reyna að gera vel. Ætla að leggja talsvert í æfingar og allt í kringum þær. Langar til að hjóla soldið, synda smá og lyfta vel en veit ekki hvernig ég fer að því. Það kemur í ljós hvernig þetta fer.

Fékk frábærar fréttir frá hnélækninum góða. Hann sagði að þetta væri bara orðið talsvert slitið og það besta sem ég gerði í því væri að hreyfa mig mikið, styrkja lappirnar og passa þyngdina. Hann sagði reyndar að ég væri bara í ljómandi góðum málum.

Leave a comment