Við Steindór búnir að mæla okkur mót við Laugar í morgun. Fokk mér leist ekkert á það. Tilfinningin að vera í skíta formi var alls ráðandi og ég bara eitthvað dööö. Nú við stukkum af stað og byrjuðum ekki sterkt. Vitlaus hringur… ég meina það fer enginn öfugan hring eða hvað? Júbb Steindór, hann fer vitlausa leið og það vandræðalaust.
Blússandi meðvindur og talsverð hálka. Hann á nöglum en ég ekki. Stígarnir svona flestir sandaðir og fínir þannig að þetta var alveg ljómandi bara. Eftir Gróttu var nokkur mótvindur en það var bara hressandi. Var orðinn ansi þreyttur eftir 20km en gel sló aðeins á og komum við nokkuð hraðir inn að Laugum.
Enduðum í 25,2 á 2:02 sem er alveg viðunandi. Ágætis hlaupavika að baki. Magnið kannski ekki neitt spes en tempóið verið þeim mun betra. Er að vinna á RIG á morgun þannig að eitthvað verður lítið að gera í hlaupum hjá mér í fyrramálið. Nú svo er aldeilis fjörið klukkan eitt í Höllinni.