Já já áhuginn er enn til staðar og bætir bara í ef eitthvað er. Hef verið ansi lélegur í Powerade í vetur. Samt… engar æfingar að heiti geti og þá sígur nú úr forminu. Hraðinn hefur verið alveg sæmilegur en úthaldið lítið. Leit út fyrir að ég smellti mér bara á væludeildina en ákvað að harka þetta af mér. Það er eitthvað að skila sér því bæði er hraðinn að rjúka upp og þolið sömuleiðis að koma.
Vorum á æfingu í frjálsíþróttahöllinni á miðvikudaginn. Hlupum þetta fjórir saman, ég, Steindór, Gauti og Sigurjón. Ferlega gaman að vera ekkert alveg að drepast við að “hanga” í þeim heldur hlupum við bara með þeim. Fínasta æfing sem endaði á 4×200 þar sem við gormuðumst þetta á 2:40 sem gerir sig á 22,5 km/h. Það er skemmtileg tala. Held ég vinni bara í að fara aðeins hærra.
Boston er byrjað að þokast nær. Fékk mér ferlega skemmtilega gistingu hjá tveimur herramönnum með hreingerninga fetish. Er að vonast til að ná að draga hana Grétu mína með en það er nú ábyggilega ekki gaman að fara með í svona keppnisferð. Held samt að ég sé kominn yfir það að vera alveg ónýtur daginn eftir svona hlaup en það á eftir að koma í ljós.
Langt í fyrramálið, ég svefnlaus þannig að þetta er gott í kvöld.