Ekki dauður enn en hvað næst?

Posted: 6 January, 2014 in Uncategorized

Lífið er skrítin skepna. Tók aldeilis skrens á því í ár. Svipuð aðferð og þegar rússneska stafrófið var búið til. Venjulegir stafir settir í bauk og svo var bara hrist hressilega.

Nú ég er fluttur, skilinn og svona eitthvað meira til. Bý í næstum 100 ára gömlu húsi með yfirdrifið af verkefnum sem þarf að sinna. Hef svona verið að dunda mér í þessu og þá hafa æfingar fengið að bíða. Er búinn að taka nokkur stört á æfingaprógrömm en ekki dugað í þau. Nenni svo sem ekki mikið að velta mér upp úr því en ætla að reyna að koma mér í einhvern gang núna.

Boston maraþonið sendi mér einhver æfingaplön sem ég á alveg eins von á að nýta mér. Miða við Advanced plan sem er nokkuð ákveðið. Það miðar við 6 daga í viku og einn í hvíld sem er helvíti mikið hlaupaprógramm fyrir mig. Mér finnast fjórir dagar vera hið besta mál, æfa bara vel og hjóla síðan tvo daga í viku. Gott hjól held ég að hjálpa til með að halda mann meiðsla lausum.

Er aðeins að spá með æfingar og æfingatímana. Langar að prófa að hlaupa á morgnana áður en ég fer í vinnuna. Tja allavega þessar þrjá virku daga en svo laugardaginn þá með Ægi/Laugaskokki. Langar að láta verða af því að prófa þetta. Svo er nú að vakna en það verður bara að koma í ljós hvernig það gengur.

Nóg að sinni.

Leave a comment