Rólegt enn sem komið er

Posted: 7 June, 2013 in Æfingarnar

Já merkilegt er það. Tók hjólað í vinnuna af miklum krafti. Lengdi alltaf talsvert og var alltaf í mikilli ákefð. Var líka í nokkra daga að jafna mig en finnst þetta hafa gert sig fyrir mig. Ég virðist vera búinn að hjóla mig fram úr racernum mínum. Finn að hann er of mjúkur og gírarnir ekki eins og ég vildi hafa þá. Verð nú sennilega á því í ár. Svona er það bara.

Lærin voru orðin eins og grjót eftir mikið hjól í mai og þrátt fyrir frábært nudd þá mýktist þetta ekki baun. Þá hringdi Gylfi og bauð mér fjórar fínar vikur hjá sér í sundæfingum. Ég að sjálfsögðu þáði gott boð og núna eftir fjórar góðar æfingar með haug af fótaæfingum er þetta allt að koma. Bauð með mér Járnkörlum og verðandi Járnkörlum og er þetta hin besta skemmtun seint á kvöldin.

Hef ekki hlaupið mikið. Fékk í annað hnéð í París, eftir hlaupið, og það er alltaf aðeins að minna á sig. Tók styrktarþjálfun verulegum tökum. Er enn að bæta mig að ofan, brjóst, axlir og það gúmmulaði en bætti ansi flottum æfingum við á lappir. Er að stiffa fínar þyngdir, taka jafnvægisæfingar með sæmilegustu lóðum og beygji slatta en alltaf alvöru beygjur, djúpar og vel gerðar.

Bláa lónið handan við næstu beygju. Ég með þó svo að ég ætti auðvitað ekki að gera það. Sjálfsagt hlussast ég á hausinn og finn mér einhverja ástæðu til að væla soldið. Ætla að vera á Cyclo Cross dekkjum sem er alveg dúndur ef vegirnir verða góðir en hreint ekki hressandi ef þetta verður mjög gróft. Fór með Oddi í kvöld inn á leiðina, rúma 10 km, og það er ansi ógjó til að byrja með. Svo er það besta… Nú verður allur tími mældur með flögum og fær maður þá réttan tíma á þetta. Fúlt að vera fastur í hóp í langan tíma í byrjun en núna skiptir það bara engu máli, tíminn byrjar ekki að telja fyrr en maður fer yfir mottuna.

Ég guggnaði á mjóu dekkjunum í fyrra og dauðsá eftir því. Núna ætla ég að láta vaða. Krísuvíkurpulsan verður flott upphitun og svo eru það smá brekkur í lausagrjóti og svo bara allt í botn. Vííí og áfram æðir maður. Reyndi að gabba Odd til að hjóla með mér í bæinn eftir keppni en hann er í gestgjafahlutverkinu þannig að ég rúlla þetta bara í góðum fíling. MUNA eftir iPodinum! Ætti að ná dúndur æfingu úr þessu og sjálfsagt væri nú bara gáfulegt að bricka bara eftir keppnina sjálfa eins og við gerðum 2011. Það var ansi fínt enda veðrið þá alveg frábært.

Ef fílingurinn verður þvílíkur er bara aldrei að vita nema maður gaurist í Snæfellsneshringinn. Er reyndar soldið hræddur við sjálfan mig í svoleiðis. Hætt við að maður missi sig alveg í ákefðinni en samt… það er alveg nógur tími í Roth.

Sjáum til

Leave a comment