Jebb eftir ágætt maraþon er kominn tími til að taka hjólið í gagnið. Mætti reyndar alveg sæmilega á spinning æfingarnar hjá Ægi3 en hef að öðru leiti ekki hjólað mikið. Finn samt að lærin virka alveg sæmilega, brekkur eru enn alveg jafn djöfull skemmtilegar og ef eitthvað er þá er úthaldið bara betra. Er samt enn í þessu leiðinda mæðis veseni þó það hafi nú eitthvað skánað. Hjólaði slatta af erfiðu í síðustu viku og byrja þessa svona ljómandi, 90km í dag. Brekkur og rok, gerist ekki betra. Fann á mánudaginn þegar við Oddur fórum austur á Þingvelli að lærin voru alveg í dúndur standi. Þarf samt að bæta soldið í að taka vel á liggjandi. Racerinn er auðvitað frábær með sitt ál og mátulega spari skiptingu sem skiptir svona og svona. Gerir Sneiðina bara enn æðislegri og þurfti nú ekki mikið til.
Var að spá í Snæfellskeppnina. Held samt að hún sé of nálægt Roth. Þetta er alveg djöfull erfitt ef maður ætlar að gera þetta almennilega og ég færi ekki til annars. Samt, það er aldrei að vita. Reyndar er ekki hörgull á spennandi keppnum fram undan. Heiðmörk6 er hrikalega girnileg og svo auðvitað Bláa lónið.
Hljóp Heiðmörkina með Oddi á sunnudaginn. Gekk bara svona ljómandi, púls er alveg á frábærum stað og allt virðist vera að gera sig þar. Fékk reyndar sama djö… verk í hné og eftir París og er rétt að losna við hann núna. Vonandi bara teygjumál eða það að ég hef ekki lyft mikið á fætur. Kannski ég reyni nú að muna eftir að kaupa Glukosamin (eða eitthvað svoleiðis).
Nú þegar Breiðabliksnámskeiðið er búið er ég enn eina ferðina þjálfaralaus. Það þýðir einfaldlega það að ég nenni ekki að æfa það. Mér hundleiðist að fara í sund til að synda bara og synda. Gaman að fara og drilla alveg út í eitt og finna svo geggjaðan mun þegar maður svo syndir á eftir. Oddur sjarmeraði Þríkó og fær að æfa með þeim þá tvo daga í viku sem Kalli er. Kannski ég reyni eitthvað svipað. Mér finnst sundið allt í lagi það er bara þetta að hafa ekkert að gera. Að synda fram og til baka, ferð eftir ferð er bara ekki gaman.
Nýi gallinn minn er örugglega svo frábær að ég þarf bara ekkert að synda. Ef ég held tímanum frá Florida verð ég bara sáttur. Ég þarf ekki annað en að vera soldið ákveðinn og ég bæti tímann minn nokkuð. Þarf að fara að komast með hann og sjálfan mig í sjóinn og busla soldið þar.
Uss hvað þetta verður allt frábært, ha er það ekki?