Nei ég held bara ekki. Skrokkurinn allur í topp standi enda æfingarnar verið algjört dúndur og ég frekar hvílt meira en minna. Fann aðeins fyrir þurrk eftir að ég kom heim og það tók mig smá tíma að losna við það. Notaði steinefnatöflur, mikið vatn en líka kók. Var alveg hættur að drekka kók en mér veitti ekkert af orkunni.
Hef lyft ansi vel þessa vikuna. Gaman að fara í lóðin af svona miklum krafti eftir þessar miklu hlaupaæfingar. Var orðinn ansi mjósleginn allur en er ekki nokkra stund að laga það aðeins til. Það er ómögulegt að líta út eins og maraþonhlaupari 🙂
Nú er hvíldarvikan að verða búin. Hefði viljað fara í tvíþrautina á morgun en er að vinna á ÍM50 í Laugardalslaug. það bætir bara degi við sem er hið besta mál. Prófaði að hlaupa í vikunni. Fór tvö km á vel rúmlega maraþonhraða og fannst það æði. Hafði samt vit á að hætta þegar ég fann aðeins til og einbeitti mér bara að lóðunum. Góð virkni þar og fjölgar völdum plötum hratt.
Nú fer alveg að bresta á með sundæfingar og hjól en að sjálfsögðu ætla ég að halda hlaupaforminu við. Oddur var að sniða til úr Mark Allen planinu frá því 2011 sem við erum að spá að notast við. Alveg ljómandi skemmtilegt plan.
Næstu viku hafði ég planað að hvíla líka en er nú líklegur til að grípa eitthvað reiðhjólið og hendast á því til vinnu. Það eru flottir 20 hvora leið, brekkur og hressleiki. Vonandi að það fari nú aðeins að hlýna.