Langur / þungur hverjum er ekki sama?

Posted: 25 March, 2013 in Æfingarnar

Fór til að taka eins og einn langan laugardag. Átti reyndar ekki gel þannig að ég ætlaði að brettast þetta. Svo þegar til kom var ég með of mikil einkenni frá Soas vöðva til að ég þyrði að fara að hlaupa einhver ósköp. Byrjaði en hætti mjög fljótlega. Fór bara og skipti úr hlaupagallanum og fór í hentug föt til lyftinga. Fór og átti stórleik í lóðunum.

Tók ótrúlega mikið og andskoti þungt. Tók rækilega á lærin svona fyrir fílinginn, bak, rass og svo góða blöndu á efri hluta. Oftar en einu sinni var ég með allar plöturnar sem í boði voru. Árangurinn er dásamlega harðsperrur í lærum, það fínar að ég sest ekki af neinum myndarskap á prívatið.

Fór svo í dag með Vigni í rólegheita hjól. Racerinn tekinn niður af veggnum og pumpað í dekkin. Hittum Emil Tuma niðrí Skútuvogi. Hann snéri við og tók hringinn með okkur. Fórum í bakaríið á Fálkagötu og þáðum dásamlegar veitingar í boði Vignis en hann var að fagna góðum árangri reiknimeistara Arionbanka. Tókum alveg þokkalega á því á bakaleiðinni enda í smá mótvindi. Smá sýra í lærum en allt í lagi.

Þorlákur var að senda plan. Nú er það Tapering og ekkert rugl. Tveir algjörir hvíldardagar í vikunni, tvær hraðaæfingar og svo tuttu kílómetra laugardagur. Bara hressandi. Þetta er orðið svakalega nálægt.

Leave a comment