Langur laugardagur

Posted: 22 March, 2013 in Æfingarnar

Jebb og sá síðasti í bili. Næsti langi “laugardagurinn” er sunnudagurinn sjöundi apríl. Þá ætla ég að hendast um götur Parísar, kílómetra eftir kílómetra þangað til ég er búinn með 42. Þá ætla ég að hlaupa 200 metra í viðbót og fara svo að fá mér kaffi. Það verður huggó. Kannski ég fái mér bara vínarbrauð með. Svei mér þá.

Hefur gengið þetta alveg ljómandi. Rétt svona kvíðastundir þegar kálfarnir minna á sig og svo svona smá þegar annað lærið fór að vilja vera með líka. Þetta var allt sett á rúllur, nuddað slatta og svo rykkti Magni soldið í þetta og ég er bara nokkuð frábær held ég bara. Þennan sunnudaginn þegar ég legg af stað skil ég allar áhyggjur eftir á ráslínu, kveiki á iPodinum og skrúfa nokkuð hátt.

Merkilegt að mér er eiginlega skítsama um árangurinn. Ég stefni að því að fara undir þremur tímum en samt… ef það næst ekki þá so be it. Truflar mig ekki rass. Lappirnar eru heilar og restin í ansi hreint flottu standi. Ég held nú samt að ég sé bara að segja þetta núna. Þegar á hólminn kemur verður það ekkert svoleiðis. Vona að það standi að ég starti í rauða startinu og verði þá með þriggja tíma pacer fyrir framan mig. Er smeykur við góðan fíling eða jafnvel gott lag í iPodinum dugi til að ég missi mig og hlaupi frá mér allt vit.

Jæja snemma að sofa í kvöld. 32km á morgun, slatti á Maraþonhraða og ég þarf að muna að plástra á mér Tits-in. Ljóta ruglið. Hef verið eitthvað nískur á nýja boli og nú er þetta orðið eins og að hlaupa í sandpappír og þá er ekki von á góðu. Síðast þegar ég fékk sár Tits var þegar ég hljóp hálft maraþon á bretti í gömlu Hreyfingu. Tók mig alveg Forever, man hvað ég var rosalega stoltur að hlaupa þetta. Þetta eru sennilega sjö ár síðan. Og ég er aftur kominn með plástur á geirvörturnar, jahérna hér.

Leave a comment