Mikið djöfull kostar svona maraþonþjálfun mikið á skrokkinn. Ég hef ekki verið léttari í mörg ár, samt borða ég og borða. Komin með einhver leiðindi í eitthvað sem heitir Soas vöðvi og kálfar ansi tæpir. Nú er bara að halda áfram að vera duglegur á rúllunni og vona að dótið haldi. Eitthvað af “greddu” æfingum eftir en þá á álagið nú samt að vera komið vel niður þannig að það sleppur vonandi.
Tók mataræðið einhverjum tökum þegar ég byrjaði að léttast, hætti að borða nammi og drekka gosdrykki og fór aðeins yfir í ávexti og vatn. Við það hægðist aðeins á og ég er bara alveg sæmilegur núna. Hef meira segja bara bætt mig aðeins í lóðunum, nokkuð sem kom á óvart. Það er nú ekkert leiðinlegt að vera ansi fituskorinn eftir þessar maraþonæfingar og vera á sama tíma að lyfta alveg sæmó.
Fór á sunnudaginn með Vigni og Oddi einn vænan hjólatúr. Tókum einn dægilegan Reykjavíkurhring með fínu stoppi í bakaríi. Skítkalt og blástur en urrandi sólskin. Var með sviða í andlitinu langt fram eftir degi, veit ekki hvort það var sólbruni eða kuldi.
Helvítis rótarbólga að gera mig geggjaðann. Það er alveg ótrúlegt hvað það er erfitt að harka svoleiðis af sér en þetta venst þó eins og annað. Bitnar kannski bara helst á þeim sem maður umgengst. Þeim fer þó fækkandi.