Hellingur í gangi

Posted: 30 January, 2013 in Æfingarnar

Jæja jæja eitthvað kom þetta nú til baka hjá mér.  Hljóp gamlárshlaupið við lítinn fögnuð.  Var varla lagður af stað þegar ég var farinn að hugsa hvað í ósköpunum ég væri að gera þarna.  Var á einhverjum tíma sem ég var alls ekki ánægður með.  Ég bara allur í rugli með skrokkinn og þreytuna og fannst bara ekkert vera að gerast hjá mér.  Borgaði tollinn hjá ÍR og fór að mæta á æfingar hjá Þorláki.  Sama þar, æfingar í tómu rugli, hraðinn alveg sæmilegur en ekkert úthald.

Nú svo bara smellur það bara.  Allt í einu er löng tempo æfing ekkert mál.  Svitna alveg rosalega og bara alveg í frábæru standi.  Einn daginn hrikalega þreyttur en þann næsta bara fokking brill.  Þorlákur lét okkur finna skynsamlegan æfingahraða með Jack Daniels.  Aldeilis vel við hæfi fyrir mig svona bláedrú.  Flott stöff þessi útreikningur http://www.runbayou.com/jackd.htm Ég miðaði við sub40 á 10 og það gerir mig 52.  Hef haldið mig nokkuð vel á mottunni utan þess að ég enda oftast á auknum hraða.  Bara of gaman til að sleppa því.

Æfingar ganga alveg geggjað.  Hraðinn fínn og úthaldið allt annað og betra en fyrir nokkrum vikum.  Mæti tvisvar í viku á hjólaæfingu hjá Ægi þar sem Jens lætur okkur djöflast í einn og hálfan tíma.  Á eftir hlaupum við Oddur í korter.  Ég er farinn að ná 3,6 km á þeim tíma og finnst bara fínt þar sem ég byrja alltaf rólega.  Held mig við hlauparajógað hjá Eygló og reyni að lyfta af einhverju viti tvisvar í viku.  Byrja vonandi að synda á laugardaginn hjá Meistara Gylfa.  Ef ég dett í gírinn þar er aldrei að vita hvort ég bæti í.

Helsta vandamálið hjá mér er maturinn.  Ég borða of lítið og of lélegt.  Hef bætt mig nokkuð í vítamínum og vatninu en maturinn er í rugli og léttist ég bara við þessar æfingar.  Það er ekki gaman og ekki smart að horast allur upp.  Man nú oftast eftir Recovery drykk enda með svona ljómandi Hámark sem ég fékk hjá Vífilfelli.  Ég er aðeins of snemma í því að létta mig en ekki vil ég heldur fara að þyngjast.  Gullni meðalvegurinn og allt það já.

Leave a comment