Jæja Florida búið og mér er ansi létt. Tvö ár af æfingum, undirbúningi og allavega mis alvarlegum tjónum á mér að baki. Ég trúi því að núna verði auðveldara að setja sér markmið og ná þeim. Florida hefur veirð soldið fyrir en eins og ég segi, búið.
Ætla að geyma úthalds og hraða æfingar fram að áramótum en vinna þeim mun betur í styrk og liðleika þann tíma. Fór með Oddi á þriðjudaginn í Spöngina þar sem við tókum Allen hring á lóðin. Vissum báðir að við fengjum hressandi harðsperrur fyrir vikið og klikkaði ekkert þar. Ég fékk þær svo fínar að ég gat ekki synt á fimmtudaginn (í gær). Fór reyndar og tók aðeins á áður og gekk svona bærilega já. Fékk að vísu á mig skot að ég hefði horast og mikið af vöðvum væru farnir.
Fór á Tinds hjólaæfingu og skemmti mér alveg stórkostlega. Vorum í skítaveðri á fjallahjólum. Myrkur, rigning og nokkur vindur. Alveg freðinn þegar ég kom heim. Er á negldum 700×35 á fjallahjólinu. Treysti nöglunum ekki alveg en mikið rosalega er gaman að geta vaðið um á reiðhjóli í hvaða veðri sem er.
Planið er að slaka vel á þessar vikur. Yoga, lyftingar, sund og hjól. Ekkert hasar eitthvað heldur tækni og skynsemi á þetta. Ætla reyndar að fá Valda bróðir til að taka mig og Odd í smá beygju og dedd kennslu. Hann var að gera flotta hluti í Las Vegas og er ég þvílíkt stoltur af honum. Hann setur sér markmið og fylgir settri leið að þeim. Flottur. Mig langar að ná soldið fallegri tölu í beygjunni og gaman væri að ná einhverju skemmtilegu í deddinu. Þetta verða auðvitað bara tölur fyrir mig miðaðar við mig en það dugir mér 🙂
Hef verið alveg ótrúlega vitlaus með svefn frá því ég kom heim og er kvöldið í kvöld engin undantekning. Sef lítið og illa og er svo syfjaður allan daginn. Ekki beint góð undirstaða fyrir æfingar. Þarf að koma mér í réttan gír áður en ég byrja og þá bæði svefn og mat. Það verður ekki erfitt.