Rennislétt og fínt

Posted: 6 July, 2012 in Æfingarnar, Keppnir

Ó já, búinn að vera í Germaní frá því á þriðjudag.  Heitt og gott en kannski ekkert mikið sólskin.  Þrátt fyrir brúnkuleisi held ég að það sé bara gott núna.  Maður vitnar alveg eins og prestur í fermingarfræðslu.  Erum þrír úr járni hérna ásamt Evu og Berglindi.  Mátuðum skipaskurðinn í dag ásamt fjölda manns.  Skurðurinn verandi Dóná er með fiskum og fíneríi í en það sást ekki boffs í dag þar sem áin var mjög gruggug.  Líst nú bara svona á þetta.  Er ennþá fullur efasemda að það hafi verið rétt að koma hingað en við sjáum til.  Nógu djö.. er nú frábært að hjóla hérna.  Það er bara einn, tveir og þrír og allt í botn.  Rennislétt malbik og fínt en þó merkilega krappar beygjur á mörgum stöðum.

Keyrðum hjólabrautina í fyrradag.  Sæll vertu, maður var búinn að heyra og sjá af Solar berg og hélt að það væri eitthvað stuð en brekka sem við förum í áður er alveg brekka fyrir allan peninginn.  Það eina sem vantar er kannski soldið rok í fangið og þá er þetta fullorðins.  Það kemur til með að taka hressilega á að fara hana í annað sinn eftir tæpa 140 km.  Ekki er niður rúnturinn verri.  Organdi brekkur með beygjum krappari en 90°.  Það geggjaða við þær er að maður sér þær ekki fyrirfram.

Hlaupið er að sögn frábært.  Tengdasonur hjónanna sem við búum hjá hefur hlaupið í Relay liði hérna og segir að þetta sé alveg frábært.  Þjöppuð möl á nokkuð flatri leið er bara æði.  Þannig er þetta að 70%.

Þannig að…  Ef ég hætti ekki í sundinu og lappirnar verða til friðs í hlaupinu verður þetta djöfull gott hjá mér.  Aftur á móti ef ég finn að þetta er eitthvað ómögulegt þá ætla ég að fara varlega með hlaupið.  En þetta kemur nú í ljós á sunnudaginn.  Afslöppun á mánudag en svo hressandi ferðalag heim á þriðjudag.  Úff allur dagurinn í ferðalag aftur.  Kannski ég kaupi mér bara einkaþotu.

Leave a comment