Helvíti var fúlt að horfa á eftir Vigni, Gústa og Gylfa leggja af stað í lokaáfanga lengstu æfingar ever í dag og ég bara heima. Ein æfing er kannski ekki aðalmálið en hún telur þegar maður þarf að slepppa henni.
Núna þegar ein vika er frá óhappinu er ég hreint ekkert hress. Mikið bólginn um allan skrokk, talsverður hausverkur og ógleði. Fór í gærkvöldi og hitti skólafélagana úr gaggó. Ferlegt, ég þreyttur og illa haldinn og tafsaði mikið. Sé á myndum frá kvöldinu að ég leit illa út. Að sjálfsögðu, við hverju bjóst ég eiginlega?
Fer í saumatöku í fyrramálið. Lítur nú ansi vel út með andlitið þ.e. hvað ör varðar. Feginn því að vera ekki með einhver leiðinda ör eða sár þar sem ég hefði örugglega ekki látið laga þau.
Bólgurnar eru byrjaðar að koma út. Fjólubláar skellur og kýli að myndast á hnjám og verður gott þegar þetta jafnar sig. Var að spá að kíkja í potta í dag en treysti mér ekki til þess.
Hjólið búið að fara í tékk til mikilla spekúlanta. Hitti fyrst hann Bjarka í Össur eftir ábendingu frá Rúnari Hjólameistara. Eðal stykki alveg sem var nokk viss um að þetta væri allt í lagi. Talaði svo við Haffa Íslands sem sagði það sama nema kannski ákveðnar. Gríðarlega feginn að það er á hreinu.
Gott í dag, já.