R and R

Posted: 12 February, 2012 in Hið daglega amstur, NIðritími

Neibb ekkert rokk í þessu hjá mér.  Þvert á móti er það bara hvíld og endurheimt.  Jamm, sultuslakur þessa dagana.  Æfi lítið sem ekkert utan smá Yoga, sund og léttar lyftingar.  Þær eru þó meira til að gera bara eitthvað.

Var hjá sjúkró í síðasta tímanum vegna kálfans á fimmtudaginn var.  Spyr hann um hreyfiæfingar á öxlina og það dót þar sem ég hef verið hundleiðinlegur þar eftir að herðablaðið gaf sig.  Hann segir mér að rusla mér úr að ofan og fer eitthvað að tékka á mér.  Segir svo eftir stutta skoðun að vöðvarnir í bakinu séu bara óstarfhæfir vegna bólgna og séu allir samanherptir.  Bloody brilljant og ég sem hélt að það væri eitthvað að mér.  Hann rauk í að nudda í þetta og boj var það sárt.  Hann átti ekki dropa til af miskunn og hélt bara áfram þrátt fyrir tístið í mér.  Sagði mér að slaka á í nokkra daga og lofar mér flottum á stuttum tíma.

Það skyldi þó aldrei vera að ég verði bara fínn og flottur í öxlinni og get bara farið að synda?  Þá eru nú horfur ekki slæmar.  Kálfinn að jafna sig, axlirnar mögulega að verða svona glimrandi og restin bara svona glettileg.

En hvað?  Ætla ég til Roth?  Verður hvíldin milli Florida og Roth næg eða verð ég bara eins og drasl í aðal keppninni?  Ég hef ekkert að vinna í Roth nema auðvitað flottan tíma en hvað kostar það?  Draumurinn er auðvitað að fá boð um Kona hvert sem ég þigg það eður ei.  Æ ég veit það ekki.  Mig langar til Roth og tíu tíma keppni þarf ekkert að drepa mig.  Mánuður í “hvíld”, tveir stífir í æfingar og svo niður aftur á heilum mánuði.  Kannski er þetta ekkert glatað plan.

Ég get reyndar aldeilis djammað ef ég sleppi Roth.  Bláa lónið og Laugavegurinn er nú aldeilis spennandi með tíma í báðum keppnum sem ég ætti að eiga frekar létt með að bæta.

Þriðja táknið á hljóðbók og smá WoW er það sem klárar kvöldið

Adios

Leave a comment