Ha, ég að væla? Nauts

Posted: 29 January, 2012 in Keppnir

Finnst reyndar að ég hafi smá ástæðu til.  Eftir ansi jákvæðan fíling á kálfann og ég bara í rólegheitum ætla ég rétt að skokka hérna í hitanum í fyrrakvöld.  10 skref og málið var dautt.  Núna er staðan þannig að ég verð sáttur ef ég klára.  Það er soldið langur vegur frá því að ætla á Sub3.  Sjáum til.

Ég er sem sagt kominn til Miami.  Nokkuð spennandi borg en ég held mér finnist hún nú ekki falleg.  Veit ekki hvað það er við svona borg en það virðist ekki vera neitt sameiginlegt eða eitthvað sem hið opinbera gerir fyrir staðinn.  Samanborið við Spán og þá skiptir engu hvort maður er í Barcelona eða bara Mallorca þá eru listaverk út um allt, í hringtorgum og já bara út um allt.  Hérna er ekkert svoleiðis.  Eina skrautið eða eitthvað í þá áttina er eitthvað ódýrt plast drasl sem er notað í auglýsingar.

Fór á Expo-ið í dag.  Svona dæmigerður markaðsfílingur á þessu.  Nennti nú lítið að skoða enda verðin ekkert æði.  Fer frekar bara í einhverja búðina hérna hjá mér og finn mér eitthvað.

Frábært þegar ég kom hingað á hótelið þá var ég spurður hvort ég væri með módel með mér.  Ég hváði og þá var ég spurður svona óbeint hvort ég væri að fara að skjóta klám.  Naa ég er í maraþonhlauparahlutverkinu núna.  Reyndar er þetta búið að vera svo skemmtilegt ferðalag að ég held ég verði að smella inn heilli færslu.  Mér tókst að velja mér gististaði í þeim alverstu hverfum sem hugsast gat.  Fyrir svertingja, ég er hvítur í svörtu hverfi og var líka svoleiðis í New York. Ferlega gaman.

Styttist í startið.  Ég ekki nema bara mátulega stressaður enda þetta svo sem fyrir fram dæmt hjá mér.  Bara að spila það kúl og klára með sæmd.  Tímann tek ég bara í Vorþoninu.  Þetta er bara eitthvað sem fylgir.  Maður fer að mörkunum í þjálfun og svo fer maður yfir þau.  Ég áttaði mig ekki á því þegar ég var kominn að þeim.  Því fór sem fór.

En að sjálfsögðu flottur

Leave a comment