Mitt næsta trikk… Miami

Posted: 26 January, 2012 in Keppnir

Jebb, allt að bresta á með Miami.  Fyrst að böðlast í gegnum snjóskaflana hérna og síðan að bíða soldið í Leifsstöð.  Mjög gott.  New York, gist í Jamaica??? WTF og svo áfram í fyrramálið.

Hef ekkert hlaupið í rúma viku.  Hef verið slæmur í löppunum og eitthvað lélegur og ákvað bara að hvíla, fara til sjúkraþjálfara og láta hljóðbylgja mig.  Gekk svona glimrandi og vonandi verður allt í standi á sunnudaginn.  Gummi Svans á þvílíkar þakkir skyldar fyrir að græja mig svona án fyrirvara.

Bibbinn minn er númer 1123 og Live Trackerinn er hérna: http://www.racemyrace.com/hosted/ingmiami_full.php

Þetta er voðalegt fínerí með allavega view-i og svona skemmtilegt eitthvað en hey, hver eins og þurfi einhverja tilbreytingu við að horfa á Maraþon.  Ha ha kjánalegt.

Félagsskapurinn hérna í Leifsstöð ekki af verri endanum.  Lárus litli Welding hérna að flýja land undan ódælum skilanefndum.  Ljóti skúnkurinn.

Alltaf er maður nú jafn stressaður fyrir svona allskonar.  Sei sei.  Hvernig má það vera að það sé dýrara að kaupa sér tollfrjáls rakvélablöð en með tolli?  Meikar ekki sens frekar en margt annað.

Farinn út í vél.  Ætli ég taki ekki eitthvað af myndum á Jamaica og laumi þeim inn í kvöld.  Það væri nú gaman.

 

 

Leave a comment