Kannski ég slái aðeins af

Posted: 15 January, 2012 in Æfingarnar

Já, þegar æfingin segir 28 á MP þá getur verið freistandi að ákveða að slá soldið af svona síðust 3 og skokka sig niður.  Þetta er akkúrat það sem ég ætlaði að gera á laugardaginn var á æfingu.  Orðinn eitthvað aumur og svona soldið þreyttur í stækjunni í Laugum.  Miðviku og fimmtudagur höfðu verið soldið erfiðir og mig langaði svo að stytta þetta aðeins, teygja soldið og fá mér að borða.

Djöfulls aumingjaskapur alltaf á manni.  Ég er ekki að fara að taka þátt í 42,2 km af hvíld og pylsuáti.  Neibb maraþon er málið og það stendur til að gera það vel.  Þá þarf að æfa vel því það er alveg öruggt að ég grísa ekkert á góðan tíma heldur þarf að hafa fyrir honum.  Ég geri mig ekki kláran í það með því að hvíla mig þegar ég á að vera að æfa.

Lét gabba mig til að taka þátt í einhverju atriði á opnun RIG sem er á föstudagskvöldið.  Flott mál að sýna eitthvað til þríþrautar.  Verð með Gylfa og vonandi einhverri dömu.  Æfing í dag í Kennaraskólanaum.   Damn hvað það var mikið af flottu fólki þar.  Fimleikafólk, dansarar, júdó, frjálsar, sund og búnki af öðru.  Hjólin vöktu eðlilega athygli sem var bara gaman.

Nú er taper tímabilið hafið hjá mér.  Ekkert bull heldur slakað á og Þorlákur tekinn á orðinu.  Nú í tíma afslöppunar er rétt að stunda Yoga, styrkja sig soldið á norðurendanum og tína til afsakanir til að eiga tilbúnar ef allt klikkar nú.  Miðað við hvernig gekk í gær held ég að þær þurfi ekki en samt betra að vera viss.  Það er bara hluti af þjálfuninni.

Gott í dag og ég alveg til fyrirmyndar

Leave a comment