Var að hugsa áðan. Er búinn að vera í þessu maraþon rugli mínu núna í 7 vikur. Líkamlegt ástand verið allavega, öxlin og tilbehör verið misleiðinlegt, fengið allavega bólgur og djöfulgang en samt haldið áfram alveg ótrúlega hress með þetta allt. Sama með Mallorca. Brenndi í götuna og meiddi mig frá Florida en eina skiptið sem það truflaði mig verulega var þegar ég var að horfa á æfingafélagana og vini vera að koma í mark. Það er málið. Mér var eiginlega bara slétt sama.
Þrýstingurinn á Járnið hefur ekki verið neinn hingað til. Ég svona hef vonast til að bæta mig nokkuð en það er samt til soldið mikils ætlast finnst mér. Ég hef ekki æft íþróttir í mörg ár, byrjaði seint og ómarkvistt og hef farið í fjölda aðgerða sem hefðu átt að draga úr mér allan kjark en ég verandi reynslulaus fannst þetta bara fylgja og var hinn ánægðasti með þetta. Næstum því.
En aftur að byrjun. Núna er farið að styttast verulega í Miami og ég er farinn að finna fyrir pressu. Ég hef verið ófeiminn við að segjast ætla undir 3 tíma jafnvel þó svo að ég eigi ekki tíma í maraþoni nálægt því. Ég veit aftur á móti hvað maraþon er langt hlaup og ég veit hvað 4:10 er hratt. Það að blanda þessu saman stendur því aðeins í mér. Núna hugsa ég að gott hefði verið að hafa aðeins lengri tíma en ákvörðunin var mín og það er eins gott að gera sitt besta.
Laugardagurinn verður svona nokkurs konar afstemming á hausinn því þá eru það 28 km á maraþon álagi. Ég veit það verður gaman en vonandi ekki of erfitt. Ef þetta gengur þarf ég bara að koma mér í eitthvað hjólastand og treysta á að sundið verði mér ekki of erfitt og þá mögulega er komin pressa fyrir Florida í nóvember. Roth er engin pressa, þangað er ég eingöngu að fara til að skemmta mér. Líklegt já. Það er nú eitthvað sem segir mér að æfingar verði nokkuð stífar strax í febrúar og maður verði kominn í urrandi gír þegar til kemur.
Annars bara fínn