Að sigra heiminn

Posted: 14 November, 2011 in Æfingarnar, Hið daglega amstur, NIðritími

Djöfull er ferlegt að taka svona pásu, pásu frá æfingum og pásu frá keppni sem unnið hefur verið að í heilt ár.  Í svekkelsinu dreif ég mig í og skráði mig í Miami maraþon sem haldið verður í lok janúar.  So far so good.

Markmið:  Sub 3, á ekki að vera neitt meiriháttar mál, held ég.  Það sem verra er er að margir aðrir halda það líka.  Þá er bara að renna sér í spandexið og reima á sig hlaupaskóna og byrja að æfa!  Nú heimurinn er að sjálfsögðu sigraður á fyrstu vikunni.  Ekkert gert í langan tíma og allt í botn.  Krass-búmm, leggurinn stífnar og þá meiði ég mig í ökklanum og jarí jarí.

Sjúkraþjálfun, nálar, rafmagn, Hot Yoga og Yoga fyrir hlaupara.  Sennilega hef ég þó grætt jafn mikið á hvíldinni sem ég fékk við þetta en ég var rólegur í næstum viku.  Fór PowerAde á fjórða degi og leið hreint ekki vel, reyndar bara ömurlega þegar á leið.  Hljóp á efri mörkum æfingapúls og gekk alveg la la að halda því.  Verst var þó að fá fullt af fólki fram úr sér en ég hélt mig við planið.  Þegar kílómetri var eftir ákvað ég að teygja mig í skálina og gaf vel í.  Hljóp alveg ljómandi vel og endaði á 46 mín.

Verð að passa álagið þar sem ég hef ekki verið að æfa það mikið hraða en einbeitt mér að stöðugu hlaupi á lágum púls.  Núna þegar vel er bætt í finn ég fyrir ökklum og að sjálfsögðu vöðvum í fótum enda svo sem að standa mig ágætlega í lóðaríinu með og það telur að sjálfsögðu.

Hinar ýmsustu axlaræfingar eru að skila sér sæmilega.  Upphýfingar og svoleiðis líka.  Sundið frekar viðkvæmt og þarf ég lítið til að meiða mig nokkuð vel.  Er ekki viss um að það sé byltunni um að kenna, þessi eymsli eru of kunnugleg til þess er ég hræddur um.  Það kemur í ljós.  Læknir og sjúkraþjálfarar segja að ég komist ekki hjá því að láta laga viðbeinið.  Eins og fílingurinn er á mér núna veit ég ekki hvað ég geri eða geri ekki ef ég þarf að fara í enn eina aðgerðina.

Er að virka í hlaupum og sjálfsagt þokkalega á hjólinu en ef sundið heimtar aðgerð held ég að sundið verði bara að fá að eiga sig.

Leave a comment