Jamm fimm vikur frá óhappinu og ég synti í fyrsta sinn í dag (kvöld). Gekk merkilega vel þrátt fyrir að ég hafi verið, tja næstum nervus við þetta. Veit ekki hvort ég hélt að Vadím væri bara allur gleymdur og ég væri bara á upphafsreit en svo var sem betur fer ekki. 200 metrar til að byrja með, ég í smá rugli með mig og tók aðeins of mikið á. Fann fyrir mér og dreif mig bara í gufu. Það var þó eftir að ég hafði synt á eftir einhverri dömu og var sífellt í löppunum á henni. Hún var ekki níræð!
Var lengi í gufu og slakaði vel á og fór svo 100 í bót. Eins og fokkíng engill. Leið um vatnið, silent but deadly. Gerði meira áðan. Bekkurinn og þá ekki sá hjá sála. Ó nei! Tóm stöng en alveg frá þröngu og út að mörkum. Grilljón sinnum og í framhaldinu setti ég lauflétt á. Gerði slatta í bót og var svona glimrandi með þetta. Handlóð á bibba, mjög létt og nennti ég ekki að standa í því. Fór á prestinn og tók bibba þar. Fínt þangað til ég gekk frá stönginni, það var ekki gott. Þessir árans brestir í dótinu eru svo leiðinlegir eitthvað.
Hef verið að mæta á æfingar hjá ÍR hlaup. Var alveg búinn að gleyma því hvað er ferlega gaman á svona hlaupaæfingum. Ekki skemmir að ég er með öftustu mönnum og er því í baráttu allan tímann. Er ekki í nokkrum vafa að ég á eftir að ná miklum framförum á stuttum tíma ef ég verð ekki dauður úr hjartaáfalli eða einhverjum ámóta ósköpum.
Innanhúss sprettæfing, freistandi að hafa þetta í einu orði, í fyrsta sinn í gær. Vááá Bé.Oo.Bé.Aa. Bomba! Þvílíkt stuð. Gaf vel af mér og er bara með harðsperrur í dag. Talsverð breyting frá púlsæfingunum :-). Ég er ennþá nokkuð jákvæður fyrir Miami þó að mér finnist ég vera þungur á mér þessa dagana. Tók 9 á bretti í vikunni á Pace 4:07 og fannst það bara erfitt. Reyndar var að ég því seint um kvöld en samt.
Legg ekki ennþá í að fara út að hjóla. Meðan ég get ekki gert armbeygjur sé ég ekki að ég hafi nokkuð í eitthvað skemmtilegt fjallahjól að gera og ekki fer ég á Sneiðinni. Veit ekkert hvað ég vill en ég get ómögulega verið í þessu rugli. Mér finnst eitthvað vanta í daginn að vera svona fjári óæfður og fara óþreyttur að sofa. Ég sef reyndar lítið vegna verkja en það stendur allt til bóta.
Keypti mér flug til Egilsstaða í dag. Ætla að rölta til rjúpna um miðjan nóvember og verður verulega gaman að prófa formið í fjöllunum fyrir austan. Þyrfti að taka nokkrar leirdúfur áður þar sem ég hef ekki skotið núna í tvö ár og þar áður var mjög löng bið.