Það er hundfúlt að æfa svona lítið, eiginlega alveg drepleiðinlegt. Florida undirbúningurinn hélt manni rækilega við efnið og Allen prógrammið og Vignir gáfu engin grið. Núna er Allen og hans hópur bara í einhverju tapering rúnki meðan ég er að reyna að koma mér í gang aftur. Það vantar eitthvað til að koma mér í gang. Miami er skammt undan en samt er ég alveg pollrólegur. Er aðeins búinn að hlaupa þessa vikuna en ekki gert það af neinu viti. Hef verið á brettinu með púlsinn alveg í rassgati. Hefur samt gengið vel að halda hraða og í gær í Laugum náði ég að halda mjög góðu Tempói og bæta hressilega í síðari helminginn.
Valdi bróðir er kominn á fullt í Mú tæ kick box og var að senda mér linka á æfingabúðir, já það gekk svo vel hjá mér í þeim síðustu, og ég fór allur á flug. Væri ekki bara alveg frábært að fara í mánuð til Tælands og læra Mui Thai? Bara gaman hrísgrjón í öll mál nema þegar það eru rækjur.