Mallorca
Vorum seinir á staðinn og komum okkur fyrir. Fín aðstaða alveg og bara ánægja með hana.
Vöknuðum á fínum tíma og drifum okkur í hjólabúðina. Fyrir lá stuttur, 70km, túr og nett skokk. Auðvitað var eitthvað vesen með hjólið mitt og svo tók þetta bara allt talsverðan tíma. Fórum ekki fyrr en um hádegi af stað.
Boy, hvað þetta var gaman. Hraðinn bara urrandi fínn á tæplega 40, sól og blíða, hjólin fín og allt alveg æði. Orka og vatn með og allir í góðum málum. Þegar til kom að fara að hlaupa var leggurinn orðinn stífur. Ætlaði að reyna að hlaupa það úr mér en gekk illa. Hægði verulega á mér og þá svona fór það að ganga betur. Helvíti fúlt ef þetta verður eitthvað til að trufla mig.
Miðvikudagsfjör: Planið sagði 150 til 180 km eða sex tímar af hjóli. Þræddum hvern smábæinn á fætur öðrum og fínni ferð og síðan voru það bara fjöllin. ROSALEGAR brekkur. Klifruðum þetta eins og stiga í steikjandi hita og logni. Niður var ekki síður erfitt. Svakalegar brekkur, en ekki hvað, og síðan U beygjur við endann. Tók verulega á hendurnar að djöflast þetta. Lengsta klifrið 14 km og var að því manni fannst endalaus. Fórum í gegnum tvenn göng sem eru að sjálfsögðu ekki lýst og hef ég aldrei verið jafn lífhræddur og þarna. Aftastur í svarta myrkri og spánskir bílstjórar væntanlegir. Sem betur fer kom enginnn bíll því þá hefði ég sennilegast dáið úr hræðslu áður en hann hefði náð að keyra á mig. Leiðin til baka var ein sú svakalegasta. Endalaus brekka niðrí mót. Hraðinn á manni alveg hrikalegur og maður vissi aldrei hvað var handan næstu beygju, U beygja, malbikunarframkvæmdir eða beint af augum. Algjört Kamakazee á mér.
Fimmtudagur: Byrjuðum á sjósundi. Verri öxlin slæm og mér gekk illa. Harkaði 3,3 af mér en var mjög óhress. Lét það sem ekki sitja neitt í mér enda hlaupaæfing fram undan. Fórum og lögðum okkur í smá stund og fórum svo út rúmlega fimm. Mér fannst ég bara þreyttur og kraftlaus eitthvað og leist ekkert á þetta. Skokkuðum út á veg sem liggur fyrir ofan bæinn og bjuggum okkur til miðju þar sem drykkir og dót var geymt. Síðan bara gusast í 10 x 1 mílu interval. Átti að vera half Ironman og Ironman pace en ég missti mig að sjálfsögðu og var með þetta meira svona bara nálægt flat out. Skemmtileg tónlist í iPodinum og frábærar aðstæður gerðu það að verkum að ómögulegt var að taka róleg inn á milli. Stoppuðum alltaf og létum hjartsláttinn fara niðrí 120 áður en við fórum í næsta ger. Ég stoppaði reyndar stundum aðeins lengur þar sem hann fór niður um leið og ég stoppaði. Borðuðum á amerískum stað alveg ágætis mat en nokkuð dýran.
Höfum verið ansi heppnir með matinn hérna þó við séum orðnir þreyttir á morgunmatnum. Held að flesta langi bara í eitthvað venjulegt.
Föstudagur: Bara sund. Sváfum út, röltum í hjólabúð og við Trausti fórum smá rölt í bæinn. Fundum fínan Bónus og keyptum allavega gúmmulaði. Fórum svo í sjóinn um fjögur. Mesta sólin farin og þá hægt að synda eitthvað án þess að skað brenna. Ég varð ansi rauður í framan og á hálsinum í sundinu í gær. Hef samt verið duglegur að nota vörn en hingað til aðeins notað númer 15. Keypti mér númer 30 í dag og er alveg bjútí eftir daginn. Synti vel og auðvitað er það smá áhyggjuefni hvað ég er upp og niður í þessu en það er auðvitað æfingaleysi og öxlinni um að kenna. Held að æfingarnar hjá Vadím fækki þessum slæmu köflum hjá mér. Fórum svo á indverskan stað í kvöld og fengum frábæran mat, ís hjá Ben og Jerry, eða eitthvað svoleiðis, í eftirmat. Morgundagurinn verður erfiður og hver dagur eftir það erfiðari.