Mallorca á eftir

Posted: 18 September, 2011 in Æfingarnar

ó já, Mallorca í æfingaferð.  Spáin er snilld og félagsskapurinn meiri snilld.  Veðrið í dag lætur mann ekki sjá eftir þessari ákvörðun.  Fór með Magga Ragnars og Hávari sæmilegan rúnt á fjallahjólum.  Hólmsheiðin og yfir í Heiðmörk.  Rosa fjör á stígunum þar en ansi hvasst og mikill raki í loftinu.  Var orðinn skítkaldur þegar við ákváðum að láta Heiðmörkina duga í dag.  Ætlaði að fara á þrekhjól eða lyfta eða bara eitthvað en endaði bara í menthol gufu með Jóni Ágústi.  Aldeilis ljómandi og afar jákvætt að safna sér óþreytu á þennan hátt.  Vonandi kemst ég aðeins í lóð þarna úti svona ef það skildi detta á með dauðan tíma.

Leave a comment