Nettur spenningur

Posted: 17 September, 2011 in Æfingarnar

Hvursu ruglað er það að Taper-a fyrir æfingar?  Það er nú engu að síður það sem ég ætla að gera á morgun.  Ætla að klippa langa hjólaæfingu niður og fara bara hressandi túr á fjallahjólinu með Magga Ragnars og Hávari.  Það getur nú tekið vel á en er samt ekki ígildi langrar þríþrautarhjólsæfingar.  Ég á nú eftir að taka svo verulega af þeim á næstu dögum að það er ekki áhyggjuefni.

Langa hlaupaæfingin í dag átti að vera 2:10 en ég var svo lánsamur að hlaupa með Begga Árbæing og það breyttist fljótlega úr löngu hlaupi í mjög hressandi tempó.  Fórum við Heiðmörkina á pace 4 í dásamlegu veðri og dúndur fíling.  Ég með 3 gel en vantaði drykk.  Slapp alveg en hefði verið skemmtilegra að hafa smá sopa með.

Nú svo er það bara Mallorca á mánudaginn.  Damn ég er bara eins og krakki ég hlakka svo til.  Að æða um eins og óður á reiðhjóli í blússandi góðviðri, lítið klæddur og fara svo bara heim að borða og slaka á.  Geggjað!  Það er algjört bjútí að geta leyft sér þetta og gera það.

Valdi bróðir var að keppa á Mr. Olympia í Las Vegas.  Strákurinn náði sér í annað sæti með 840kg tótal 330, 210, 300.  Hann hefði átt að gera betur í bekknum og mér finnst líka í deddinu þó að hann sé ekki sammála mér þar.  Hérna er fín beygja sem ég hef ekki hugmynd um hvað er þung en fín er hún:  http://www.facebook.com/#!/photo.php?v=10150312038018592

Spáin fyrir Mallorca er eitthvað á þessa leið:  Sól og 25 til 28 stiga hiti endurtakið eins oft þið viljið.  Maður á eftir að verða eins og Kofi Annan á litinn eftir þetta.  Það er töff.

Nú held ég að málið sé að lesa aðeins meira í snilldarbókinni um dávaldinn og fara svo að sofa.

 

 

Leave a comment