Eftir alveg ágætt gengi í HIM síðustu helgi hef ég tekið því alveg ljómandi rólega. Hef farið nokkrum sinnum í sjóinn og synt eitthvað. Fór aðeins að lyfta og gekk alveg súper vel en reyndar fékk ég í öxlina um leið og ég reyndi bekk. Tók samt mjög vel á því og hef verið með harðsperrur alla vikuna.
Fór aðra frábæra ferð með Ólafi núna upp að Hafravatni og þvældist þar aðeins um, sá einhvern vitleysing henda fullt af drasli úr bíl og hringdi í lögguna. Fór að Reykjum þaðan yfir í Skammadal, Mosfellsdal og heim. Rigning og rok og ég alveg haug skítugur. Skolaði aðeins framan úr mér í Hafravatni áður en ég hélt áfram. 30 kílómetra nokkuð erfiður rúntur og alveg ferlega skemmtilegur.
Fór með Corinnu í gallasund í gær, föstudag, í Bongó blíðu og háflóði. Syntum yfir í víkina Kópavogsmegin og til baka ca. 1500 metra. Nokkur alda á móti okkur þegar við syntum frá Kópavogi en það gerir þetta bara ennþá skemmtilegra. Þó það sé gaman að synda í gallanum er það mikið meira álag á öxlina og átti ég nokkuð erfitt með svefn vegna þess. Veit ekki hvort þetta er eitthvað sem þýðir að reyna að æfa úr sér en það er sjálfsagt að reyna það þar sem aðgerð er ekki á dagskrá fyrr en eftir Florida og ég fæ ekki aðra sprautu fyrr en rétt fyrir keppnina.
Fór norður á Laugabakka í gærkvöldi. Góður fílingur í sæmó veðri þó það mætti nú blása aðeins minna. Hljóp inn Miðfjörðinn í dag, kalt til að byrja með en svo spratt sólin úr leyni og þá hitnaði strax. Nokkur strekkingur og þegar var farið að bæta vel í snéri ég við enda þá með vindinn í fangið og leiðin upp í mót. Fór rúma 26 km án vatns eða orku og var bara orðinn þreyttur þegar ég kom til baka. Var á Fastswitch skónum og ökklar og iljar orðin ansi aum enda að hlaupa á malarvegi og Fastswitch ekki beint til þess gerðir. Kældi það versta og er bara fínn eftir. Byrjaði reyndar hlaupatúrinn með hundinn Fróða með mér en hann gafst fljótlega upp og vildi heim.
Ætla snemma heim á morgun til að ná mér í gott, rólegt hjól í góða veðrinu sem á að vera.
Hvað fer fram á Gay kvöldi í dýragarði? Þegar ég var í Berlin um daginn renndi ég mér í dýragarðinn. Þá um kvöldið átti að vera sérlegt kynvillukvöld í
garðinum og var allt að fyllast af svona líka ljómandi hommum. Minna bara á lessunum enda hommarnir afskaplega áberandi í sínum hommaskap. Það er ábyggilega nokkuð sérstakt að vera við svona “Show” en við bræður treystum okkur ekki til þess. Kom þar helst til þýskukunnáttuleysi okkar bræðra.
Þar sem það hljómar lygilega að vera með sérstakt kynvillukvöld í dýragarði, hvernig passar það líka saman?, tók ég mynd af auglýsingunni til sönnunar. Valdi á svo nokkrar skínandi hommamyndir. Sæki ég þær við tækifæri og pósta hérna á Járnkarl.com. Verður nafni síðunnar breytt í softí.com í framhaldi af því.
Góða nótt