Ég og Ólafur hinn sérstaki

Posted: 9 July, 2011 in Æfingarnar, Hið daglega amstur

Samkvæmt Allen átti síðasti föstudagur að vera sæmilegt hjól enda við að Taper-a á fullu fyrir hálfa kallinn sem verður 10. júlí í Hafnarfirði.  Ég var eitthvað ekki í stuði fyrir Reykjavíkurhring eða brun á Þingvelli þannig að ég gíraði Ólaf bara upp í langferð og smurði mér nesti.  Ætlaði að fara frá Reykjum yfir Skammadalinn og svo niður með Leirvogsá.  Var varla lagður af stað þegar sprakk og eyddi ég bjánalega löngum tíma í að skipta um slöngu og brjóta rándýr sólgleraugu.  Darn!

Nú ég brenndi af stað í annað skipti og fór líka svona frábæran túr.  Gott veður, soldil gola en hlýtt og kvöldsól fyrir allan peninginn.  Hentist út um allar trissur, torfærur og ár.  Dreif ekki yfir ánna og blotnaði í fæturna, dreif ekki upp brekkur og flaug næstum á hausinn og fannst svo hrikalega gaman að ég er þegar farinn að velta fyrir mér annari svona ferð.  Gaman að hafa hana nokkuð lengri og jafnvel einhvern með.  Sjáið leiðina, alveg frábært.  Smelli inn myndum sem ég tók þegar ég nenni að draga þær úr símanum en hér er linkur á leiðina:  http://connect.garmin.com/activity/96145484

Hef verið nokkuð duglegur að fara í sjóinn og synda slatta þar.  Ég veit ekki hvað veldur en allt í einu er eitthvað að gerast, mér finnst ég nái að renna og sundið er eitthvað svo áreynslulaust.  Öxlin er ekki sammála en þetta er alveg að koma held ég.  Corinna spurði meira að segja hver hefði verið að segja mér til.  Well mig dreymir fjandans sundið, ég horfi mikið á myndbönd af sundi og hugsa um hvernig ég ætla að gera þetta.  Svo þegar ég mæti á skýlunni þá reyni ég að hugsa um hvað ég var að horfa á og það hefur hjálpað til.  Ég get samt ekki sleppt því að minnast á að auðvitað hafa þau Vignir, Gylfi og Corinna verið ómetanleg í að koma mér í gang.

Nú er hálfi kallinn eftir einn dag og það sem ég hugsa um eru skiptingar ekki sund.  Það er auðvitað alveg út úr kú en ég næ ekkert að gera meira fyrir sundið á þessum tíma en skiptingarnar verða að vera í lagi.  Fór og æfði að fara úr og í hjólaskóna á ferð og var það lítið mál.  Bara að láta vaða.

Sneiðin fór til þeirra GÁP manna vegna leguhljóða og sögðust þeir hafa gert og gert.  Svo þegar ég var að æfa á þriðjudagskvöldið fór ég að heyra hljóðið aftur og fattaði þá að þeir GÁP menn hafa ekki prófað hjólið eftir.  Soldið svekk.  Er nú samt farinn að hallast að því að þetta sé hljóð í pedalanum þannig að ég flysja honum í sundur og maka á hann olíu.  Vonandi dugar það.

Fór í sjóinn við Garðskagavita í gærkvöldi.  Það var alveg meiriháttar, ný upplifun í sjósundi.  Þarna er hvítur sandur, tær sjór, flottur gróður og fiskur í sjónum.  Hún Gauja Garðsbúi sagði mér að það væri bara nokkuð algengt að synda með sel þarna.  Var virkilega gaman að heimsækja hana og Pálmar og eyða með þeim kvöldstund.

Fór með hann Fróða minn í það sem átti að vera rólegt þriðjudagsskokk í Tapering.  Ég var ekki með púlsmælinn á mér þannig að kannski hef ég gefið aðeins of mikið inn en mikið óskaplega var hundurinn þreyttur á eftir.  Kannski er svona erfitt fyrir hann að hlaupa í einhvern tíma í ól í stað þess að fá að gormast um sjálfur.  Á morgun eru 15 mínutur af öllum þremur greinum.  Þetta á að vera svo maður haldi spennunni.  Ég held að ég þurfi ekkert að gabba mig neitt til þess.   Spennan er mikil hjá mér, mig langar verulega að standa mig vel enda hef ég æft verulega vel.

Sunnudagur er svo HIM og verður vonandi ekki mikið rok á okkur á Krýsuvíkurveginum.  Ég verð góður sama hvernig veðrið verður.  Ef það verður skítaveður er skítaveður hjá öllum en mér finnst oft bara gaman að leika mér í skítaveðri.  Ef það verður sól og brakandi blíða verð ég úber hress því í þannig veðri finnst mér skemmtilegast að hlaupa o ghjóla í .

Gott í kvöld

Leave a comment