Frídagur, hvusslags eretta

Posted: 2 June, 2011 in Uncategorized

Jibbí, frí á morgun og engin skipulögð morgunæfing.  Ég ætla að fá mér ís, nammi, horfa á sjónvarpið, spila WoW, lesa og taka til.

Eða hvað?

Klukkan er korter yfir tólf og ég er farinn að hugsa um hvað verður gott að fara inn.  Vakna svo sprækur í fyrramálið og fara soldið út að hjóla.  Hjóla bara í tvo tíma og svo í sjóinn.  Ætti ég að fara á Ólafi?  Fínt ef maður ætlar með fullt af drasli með sér.  Ekkert gaman að hjóla með bakpoka á Sneiðinni.  Sund eftir kvöldmat.

Sprettæfing í dag.  Laugardalsvöllur, ég og Vignir.  Mínus Vignir.  Vignir fær fjarvistir í kladdann.  Hitti spræka ÍR-inga og aðra.  Mót á vellinum þannig að við vorum svona Semi vinsæl þarna en það slapp.  Fullt af flottu liði og ekki að gormast um.  Finnst ennþá rosa spennandi að vera æfa innan um þetta flotta lið.

Hefði alveg mátt við betri teygjum eftir þetta en þurfti að drífa mig í útskrift hjá honum Gunna mínum.  Hann var að klára grunnskólann í dag, ég er afar stoltur af honum.

Amen

Leave a comment