Persónulegu metin. Um daginn var það hálft maraþon og núna hin mjög svo skemmtilega fertugasta mínúta sem fékk að fjúka í 10km hlaupi. Afmælishlaup Vals var málið. Fín hlaupaleið með lögguna að stoppa umferð, ljómandi veður með smá golu og sólarglenna. Hljóp með Einari Júl og Gunnari hundraðkalli þar sem Einar ætlaði að gera meira en hann gæti. Mér fannst það hljóma spennandi og fór með. 
Var sjúskaður í lærinu eftir að droppa sæmilegu handlóði á mig en það var ágætt að hafa eitthvað til að hugsa um. Var ekki með tónlist og held ég að það sé bara hið besta mál til að ruglast ekki í hraðanum. Mér er svo hætt við að láta tónlistina stjórna hraðanum og það getur komið sér illa.
Garmin hrúgan mín týndi hlaupinu þannig að ég veit ekki hvernig skiptingin var en mig grunar að ég hafi verið að bæta tímann minn á 5km líka.
Ætlaði síðan að hjóla Bláalóns leiðina í dag með Járnliðinu en var svo illa stemmndur í morgun að ég “meikaði” bara ekki upp og út. Svaf þess í stað lengi enda kannski ekki vanþörf á. Fór svo með Corinnu langan Reykjavíkurrúnt með útúrdúr að Gljúfrasteini. Ansi mikið rok og alls ekki hlýtt. Hittum Gylfa í Víðidalnum þar sem hann var á heimleið eftir fimleikakennslu, hann kann margt hann Gylfi.
Þessi vika er búin að vera léleg í æfingum sem og öðru. Hef verið á vaktinni og einnig hafa áhyggjur af öðrum málum truflað mig nokkuð. Hefur þetta bitnað verulega á mataræði og svefni sem svo skilar sér beint í lélegar æfingar og ástand almennt. Vaktin er búin næstu 6 vikurnar þannig að þá er það af. Annað er óleyst því miður.
Amen