Eftir ansi langa en skemmtilega helgi þar sem boðið var upp á skokk um Heiðmörkina, fjögurra tíma pylsurúnt á Þingvelli og hálftíma hlaup á eftir var dagsskipunin, Interval á Kópavogsvelli. Samkvæmt plani var boðið upp á 1×12 mín, 1×9 mín, 6×1 og 6×30 sec. Stuttar pásur á milli. Gekk ekkert að koma mér í gang, móður og másandi og bara lélegur eitthvað. Harkaði samt af mér og tuðaði þetta með Vigni við illan leik. Hresstist nú eitthvað þegar á leið og var allur að koma þegar við vorum búnir. Þá var krafturinn að mestu búinn líka þannig að ekki var samræmið mikið hjá mér.
Vignir sannfærði mig um að 10 km sub 40 ættu að steinliggja á laugardaginn og er það gott. Ég trúi honum og því verður þetta alveg ljómandi. Sjór á eftir og svo pottur. Algjör snilld. Mæli með bakkelsi með í pottinn, það er líka gott.
ÍR skokkararnir komu á völlin meðan við vorum að vinna okkur upp í hjartaáfall Tóku nokkrar bunur á vellinum sem ég sá nú ekki hvað voru. Sigurjón alveg á útopnu væntanlega fyrir hundraðkallinn. Það verður gaman að fylgjast með því. Ég vona að ég eigi ekki eftir að detta í þessa ruglu, nóg er nú samt.
Amen