Sumarið komið með skemmtilegum átakaæfingum og keppnum. Þriðjudagar eru orðnir kraftadagar á hjólinu og læt ég lærin finna rækilega fyrir því á Krýsuvíkurveginum. Tek þetta tvær pylsur og tékka svo á Englunum og fer jafnvel annan hring til að vera nú viss um að allt sé í lagi hjá þeim blessuðum. Það hefur ekkert klikkað á þeim bænum hingað til. Miðvikudagarnir eru svo uppáhalds. Þá eru sprettæfingar á braut og vá hvað það er gaman. Gubban alveg upp í kok og maður er alveg í öðrum heimi meðan á stendur. Frábært.
Fór einn í hádeginu á miðvikudaginn og skellti mér á Kópavogsvöllinn. Ekkert of hlýtt og nokkur gola en sól og það er það sem skiptir máli. Eftir fyrstu 4oo metrana fór bolurinn og tók maður restina á grindinni einni. Var ekki jafn hraður og síðasta miðvikudag með Vigni og hef mataræðið sterklega grunað þar.
Um kvöldið var það svo 7,2 km TT á vegum höfðingjann hjá Bjarti. Ég byrjaði ansi snemma sem þýðir að ég á ekki góðan tíma eða engan. Gaf hjarta og sál í þetta og skilaði það mér öðru sæti í mínum aldursflokki, 3 sec á eftir Steini Jóhanns.
Hef verið alveg á öðrum endanum í tímaleysi með allt og hef liðið fyrir það. Sef ekki nóg og borða ekki nógu góðan mat heldur. Er allt of eftirlátsamur við mig hvað nammi varðar í stað þess að borða hollt.
Amen