Sólríkur sunnudagur

Posted: 8 May, 2011 in Æfingarnar

Jibbí…  Brick dagur, sól, gola og fullt af mannskap á flottu hjólunum sínum á leiðinni á Þingvelli.  Planið er 3:30 hjól og 30 mín hlaup á eftir.  Leggjum af stað úr World Class Mosó klukkan að verða níu.  Ég hafði efasemdir um klæðaburðinn, stuttbuxur og race skór á hlífa, mestar áhyggjur af tákulda.

Gat ómögulega látið bíða eftir mér meðan ég hentist eftir skóhlífum þannig að ég ákvað bara að taka sénsinn á þessu.  Stoppuðum við Gljúfrastein svona fyrir hefðina en svo skildu leiðir þegar Vignir hætti stuttu seinna enda hann búinn að vera á ferðinni síðan rétt rúmlega sex.  Talandi um ruglu.  Nokkuð stíft austur, tókum okkur smá pásu við smávörðuholtið en síðan bara brennt þaðan.

Næring og svekkelsi með einokun Ölgerðarinnar á drykkjarföngum og síðan sæmilega pása.  Nokkrir, sumir á sinni fyrstu löngu æfingu, héldu í bæinn meðan restin af okkur tók þokkalegan hring í þjóðgarðinum.  Síðan bara næstum pásulaust í bæinn enda smá meðvindur og frábært hjólaveður.  Maður bókstaflega heyrði Tanið byrja að verkast á manni.  Dásamlegt.

Hálftíma skokk um Mosó eftir þetta kláraði síðan æfinguna.  Hitti Magga á skíðavélinni enda hann ennþá í hlaupabanni.

Var með Aero brúsann og einn undir sætinu oog var það ekki nóg.  Verð að fá mér grind aftan á hjólið til að geta verið með nægan vökva með mér.  Leppin Energy var í brúsunum í dag og var það frábært þó ekki væri nema fyrir tilbreytinguna frá bláum Powerade.

Vikan boðar mikinn hressleika.  Nú er hraðinn að detta inn af fullum krafti.  Krafta sund á morgun, hratt hjól á þriðjudaginn og sprettir (jahúú) á miðvikudaginn.  Þá er eins gott að koma svefninum í lag og passa upp á næringuna.

Amen

Leave a comment