Byrjaði fínt. Vormaraþonið og ég hálfur. Er búið að langa lengi að fara undir 1:30 í hálfu en hef ekki haft tækifæri til þess. Núna var tækifærið og það var nýtt! Hitti Einar Júl og ákvað að hlaupa með honum og hans hóp þar sem markmiðið var það sama og hjá mér. Fallegur sumarmorgunn, talsverð snjókoma en ekki mjög kalt og logn. Alveg brill. Startað og yfir markið kom ég svo einum klukkutíma og rúmum 27 mínútum síðar. Bloody brilliant. Fannst þetta ekkert mál en hefði viljað hafa aðeins meira gel þar sem kvöldmaturinn var rýr og morgunmaturinn Cocoa Puffs. Hefur virkað fínt hingað til en dugir ekki lengur.
Hef síðan verið í alveg ferlega góðu formi. Hlaupið hádegishlaup á þriðjudegi á hlýrabol og stuttbuxum, fengið mér tvær Krýsuvíkurpylsur og heilsað upp á Englana á Sneiðinni, tekið þátt í mínu fyrsta TT og tekið rúnt um bæinn á henni. Fyrir þá sem ekki vita er Sneiðin Cannondale Slice HiMod hjólið mitt. Frábært hjól og þótt Ítalinn hafi verið góður þá er þetta svo allt, allt öðruvísi að það er bara… tja frábært. Fannst ég hefði átt að gera betur en var með sviða í lærum eftir nokkuð snarpar æfingar undanfarið og mögulega einhverja ísetu eftir Vorþonið en það er nú ekki víst.
Hondan fékk lit á gjarðirnar. Duftaði þær hjá félugunum í duft.is og er það svona líka glimrandi flott. Bjarni Þór og Steini Nýherja hjálpuðu mér alveg helling við þetta bras enda ég algjör byrjandi í svona málum. Þeir eru aftur á móti drulluflottir og miklir heiðursmenn.
Aftur er ég farinn að finna til smá þreytu. Er ekkert að æfa neitt óskaplega þannig að eitthvað þarf ég að gera í hvíldarmálum og auðvitað næringunni, klassískt alveg. Er hangandi á fótum fram til og jafnvel yfir miðnætti á hverjum degi og er svo vaknaður klukkan sjö. Finnst ég vera að horast allur og er alls ekki sáttur við það. Langar að reyna að koma að allavega einni lyftingaæfingu í viðbót og splæsa þá í bekk og dedd. Spurning þó með deddið og fótaþreytu.
Amen