Ó já og ég farinn að skrattast úti. Þriðjudagshlaupið eldsnemma upp að Reykjum og svona einhver þvælingur. Var of fljótur þannig að ég hljóp nokkra hringi á hlaupabrautinn við Varmá. Rosalega er gaman að fara aftur út. Einna helst að það sé mál að halda hraðanum niðri og þá púlsinum líka. Hjólaæfing kvöldsins var svo á fjallahjólinu Ólafi. Fór kringum Úlfarsfell og þvældist aðeins. Mjög gaman.
Tempo æfingin á miðvikudaginn svona líka vel heppnuð. 13,5 km á klukkutíma og smotterí, púlsinn á sínum stað og allt hið besta. Veit að ef ég hefði borðað af einhverju viti um daginn hefði ég verið hraðari. Ég á það bara inni.
Fór svo það sem mér fannst langt í gærkvöldi. Kópavogurinn, Kársnesið, Fossvogur og svo heim. Náði 36 km í rigningu og nokkrum blæstri. Ekki alveg sáttur með skiptinguna á hjólinu en ég læri bara að stilla þetta sjálfur. Sama með pedalana, ég var allt of laus á þeim.
Í dag fór ég svo bara tvisvar í gymmið. Réri 5 km á tæplega 20 mínútum sem mér fannst bara gott. Smá lóðarí og í vinnuna á hundrað. Fór svo bara aftur núna í kvöld og þá til að taka soldið á bakið, axlaræfingarnar, kvið og svo frábærar teygjur.
Finnst ég vera að grennast full mikið en kannski er það bara tímabundið núna meðan ég er að bæta svona í.
Öxlin hefur verið þokkaleg. Geri eins og fyrir mig er lagt. Léttar æfingar og teygjur. Frekar vont að liggja á henni en flest annað er að koma til.
Helgin verður væntanlega viðburðarík. Langt hlaup á morgun og svo samhjól á sunnudaginn. Það er að vísu ekki nema tveir tímar þannig að ég verð að finna mér eitthvað til dundurs til að ná í skipulagða æfingu dagsins.
Jæja