Sundið

Posted: 21 March, 2011 in Uncategorized

Mér finnst ég alltaf vera að byrja upp á nýtt í þessu sundbrölti mínu.  Er varla kominn í gang þegar ég lendi í einhverju rugli og þarf að taka mér langa pásu.  Núna er ég búinn að vera stopp í tvo mánuði og rúmlega það.  Fór til að prófa í dag og gekk vægt sagt ekki vel.  Synti 300 metra og hætti þá.  Vil ekki taka neina sénsa á þessu nóg er nú samt.

Var fínn í dag þrátt fyrir æfingu gærdagsins þó svo ég hafi verið þreyttur í morgun.  Sjálfsagt fór ég bara seint að sofa.  Alltof margt sem truflar æfingar og undirbúning.  Þarf eitthvað að greiða úr málum og halda áfram af fullum krafti.  Auðveldara í að fara en úr að komast.  Hurmpf.

Hef ekki enn farið á fjallahjólið sérstaka enda ekki verið mikill tími til aflögu.  Er ekki á nagladekkjum og því óhægt um vik að hjóla í hálkunni.

Amen

Leave a comment